Stæðilegir menn óskast

Jæja, þá er ég búin að setja smáauglýsingu í Fréttablaðið. Ég ákvað að stofna ekki söfnunarreikning fyrr en réttu mennirnir eru fundnir. Ég hef reyndar ekki ennþá fengið nein viðbrögð við auglýsingunni (enda ekki langt liðið á daginn) en ég var að fá tölvupóst þar sem ég var spurð hversvegna ég vildi ekki frekar láta rassskella bankaráð.

Ég hefði reyndar ekkert á móti því og ef nægar fjárveitingar fengjust væri eflaust hægt að hafa 3-4 menn í fullri vinnu við lagafæra siðferðið hjá ýmsum höfðingjanum. Ég hef þó ekki bolmagn til að taka alla í gegn sem eiga það skilið og alveg finnst mér dæmigert að þeir sem ekki eru tilbúnir til að standa í neinum aðgerðum sjálfir, skuli telja sig rétta fólkið til þess að segja þeim fáu sem sýna viðleitni fyrir verkum.

One thought on “Stæðilegir menn óskast

  1. ———————

    þessi auglýsing er æðisleg!

    Posted by: inga hanna | 8.06.2007 | 13:18:32

    ————————————–

    Frábært framtak!

    Posted by: Siggadís | 8.06.2007 | 15:07:54

    ————————————–

    komin einhver viðbrögð?

    Posted by: hildigunnur | 8.06.2007 | 17:02:12

    ————————————–

    Einu viðbrögðin sem ég hef fengið eru komment á auglýsinguna. Margir virðast fíla hana. Hinsvegar hefur enginn sýnt áhuga á því að taka verkið að sér. Kannski þeir sem eru líklegastir til þess lesi ekki „atvinna í boði“ dálkinn?

    Posted by: Eva | 8.06.2007 | 17:34:08

    ————————————–

    Þetta er hrein og tær snilld. Líklega fyndnasta auglýsing sem birst hefur „ever!“.

    Ég held reyndar að flestir muni ekki taka hana alvarlega svo ekki búast við miklu, en það kæmi mér ekki á óvart ef Kastljós eða einhver útvarpsþátturinn taki viðtal við þig út af þessu. Láttu okkur vita ef svo verður.

    Posted by: Þorkell | 8.06.2007 | 20:32:38

    ————————————–

    var fyrst núna að sjá auglýsinguna, hún er drepfyndin!

    vona að þú fáir böns af umsóknum..

    Posted by: baun | 9.06.2007 | 13:14:08

    ————————————–

    Ég er búin að fá nokkrar en aðeins eina þar sem ég er viss um að viðkomandi sé alvara.

    Posted by: Eva | 9.06.2007 | 13:35:24

Lokað er á athugasemdir.