Ekki benda á mig

Það er eitthvað svo subbulegt við að einn maður fái 900 milljónir fyrir að hætta að vinna.
Svo subbulegt að við getum sameinast um að hneykslast á því að þetta forríka kapítalistasvín skuli sofa á næturnar.
Allavega á meðan við hugsum sem minnst út í það að meðalmennið á Íslandi er tekjuhærra en 80% jarðarbúa og á samt ekki við neina svefnerfiðleika að stríða vegna auðæva sinna. Sumir hinsvegar sofa illa af fjárhagsáhyggjum þrátt fyrir þau.

Lögmál: Sá er er ósiðlega ríkur hlýtur alltaf að vera ríkari en ég.

One thought on “Ekki benda á mig

  1. ——————-
    Um helmingur mannkyns hefur innan við 2 dollara á dag sér til viðurværis. Einn sjötti hefur ( þ.e. millarður manna) hefur 1 dollara á dag. Misskipting gæðanna í heiminum er hrikaleg.

    Posted by: Sveinn | 3.05.2007 | 23:24:41

Lokað er á athugasemdir.