Í það heilaga

Systir mín Loftkastalinn er að fara að gifta sig í sumar. Nú hafa þau Eiki búið saman í 10-11 ár og eiga saman tvo stráka, fyrir utan hin þrjú börnin sem hann hefur gengið í föðurstað. Þau telja víst að nú sé komin nóg reynsla á sambandið til að stíga það örlagaþrungna skref að fá prest til að innsigla samninginn. Gott hjá þeim. Alltaf eitthvað rómantískt við brúðkaup. Skilst mér.

Minna gott er það uppátæki að ætla að giptast í Danmörku. Það er allavega eins gott að heilagt hjónaband bresti ekki alveg í bráð ef á að forða tveimur stórfjölskyldum og slatta af vinum frá gremju yfir vinnutapi, flugi, bíl og hótelgistingu fyrir eitt partý.

Ég reikna ekki með að æða til Danmerkur akkúrat á þeim tíma sem systir mín hefur engan tíma til að tala við mig. Er hvorki mannblendin né samkvæmisvæn og hef ennþá meiri óbeit á fjölskyldusamkomum en öðrum leiksýningum af trúarlegum toga. Myndi sennilega klúðra stemningunni fyrirfram með því að bíta hausinn af einhverri vinkonunni fyrir að nota orðskrípið „gæsun“ yfir þann hallærislega sið að dressa verðandi brúði upp í einhver fíflabúning og draga hana á fyllirí. Sjálf hef ég aldrei gæst nokkra manneskju. Gæsti ekki einu sinni móður mína (hún tók upp á því að giptast manninum sínum til margra ára fyrir nokkrum vikum) þótt það hefði eflaust verið við hæfi.

 

One thought on “Í það heilaga

  1. —————————————-

    Bwahahaha systir mín Loftkastalinn, hef aldrei heyrt neitt sem lýsir systur okkar betur. SNILLD!!!

    Posted by: Blíðalogn | 2.05.2007 | 22:41:48

    —————————————-

    Systir mín Loftkastalinn – einhvern veginn minnir þetta mig á bækurnar sem voru gefnar í í den – Faðir minn læknirinn o.s.frv.

    Posted by: Harpa J | 2.05.2007 | 22:53:57

    —————————————-

    ég er afskaplega fegin að hafa gift mig áður en þetta gæsarugl byrjaði. Kvakk!

    Posted by: hildigunnur | 3.05.2007 | 0:04:41

    —————————————-

    Hexía er búin að nota Loftkastalann um mig lengi. Og mér alltaf funndist það lýsa mér fullkomnlega, þar til núna. Núna finnst mér ég vera „systir mín Loftkastalinn, stór og feit“ Og ég er það ekki!!
    Og 12 ár eru það víst…
    Svo er þetta ekki bara ,eitt partý, Þetta verður HELGARPARTÝ :o)
    Tala betur við þig í kvöld…
    Love ya

    Posted by: Hulla litla | 3.05.2007 | 9:03:33

    —————————————-

    Loftkastalar eru nú venjulega afskaplega léttir. Eins og þú elskan.

    Posted by: Eva | 3.05.2007 | 13:50:05

    —————————————-

    Virka samt voðalega stórir og feitir.

    Og það verður ekkert „gæsningar noget“ á þessum bæ.
    Þætti voða vænt um að fá ykkur hingað, þó ég ætist alls ekki til þess að fólk rjúki til og eyði fullt að peningum í flug og allt sem því fylgir.
    Þá samt væri ég samt frekar til í að hitt fólkið mitt núna, heldur en í jarðaförinni minni, hugsa að hún verði frekar þunglyndisleg 🙁
    Svo vissi ég líka um svo nokkra sem voru að spá í að koma hingað í sumarfríinu, þannig að okkur fannst þetta stórsnjöll lausn 🙂
    Æ ég hringi bara í þig…

Lokað er á athugasemdir.