Lögmál

Ég hugsaði sem svo að stúlkan hlyti að hafa flúið afskaplega hörmulegt ástand eða vera í einhverri þeirri aðstöðu sem réttlætti að hún fengi forgang. Ef þetta er allur sannleikurinn, þurfa þá ekki allir meðlimir Allsherjarnefndar að segja af sér með skömm?

Ég get alveg trúað hvaða þingmanni sem er, að Jóhönnu Sigurðardóttur einni undanskilinni, til að reyna að beita áhrifum sínum í slíku máli, það er bara mannlegt. Öllu verra er ef nefndir á vegum hins opinbera, sem eiga að gæta hlutleysis, láta undan þrýstingi eða hygla einhverjum fyrir klíkuskap. Ég vona að það sé ekki raunin en hugsanlega sannast hér enn og aftur það sem mér gengur iðulega svo illa að trúa; að hlutirnir eru venjulega nákvæmlega eins og þeir líta út fyrir að vera.

 

One thought on “Lögmál

  1. ———————-

    þetta mál er auðvitað alveg fáránlegt. einu rökin sem ég get séð fyrir því að hún hafi beitt sér í þessu máli er að hún muni hvað við íslendingar erum rosalega fljót að gleyma.

    Posted by: inga hanna | 1.05.2007 | 21:17:02

    spurningin er svo, hver lak?

    Posted by: hildigunnur | 2.05.2007 | 0:03:34

    Þú hefur skrýtilega mikla trú á heilagri Jóhönnu. Ég held að það séu ekki til mikið tækifærissinnaðri þingmenn en hún. Mér finnst hins vegar Jónína Bjartmars lang sennilegasti framsóknarmaðurinn og í raun einn álitlegasti þingmaðurinn. Mig langar að trúa henni.

    Posted by: Jón Kjartan Ingólfsson | 2.05.2007 | 1:32:51

    Mér finnst reyndar stóra skömmin vera nefndarinnar ef það er rétt að tengslin við Jónínu hafi spilað inn í.

    Hvað Jóhönnu Sigurðardóttur varðar þá er langt frá því að ég sé alltaf sammála henni og þar sem hana skortir algerlega útgeislun og húmor vildi ég ekki sjá hana sem forsætisráðherra. Ég trúi því hins vegar að hún sé manna ólíklegust til að misnota aðstöðu sína.

    Posted by: Eva | 2.05.2007 | 8:18:23

Lokað er á athugasemdir.