Fyrsta silkihúfan

Ég var í fimmta bekk og fyrsta daginn í nýjum skóla varð ég alvarlega ástfangin í fyrsta sinn. Hann hét Valli og var með svart hrokkið hár og andlitið skellótt af freknum. Sennilega hefur fullorðna fólkinu ekki þótt hann laglegur krakki en hann var leiðtogi og það ekki að ástæðulausu. Hann var skemmtilegur strákur, skarpgreindur og orðheppinn, óþekkur með afbrigðum en kom ekki illa fram við aðra krakka. Hann var óvenju réttsýnn. Hann gat tuskast við jafningja sína og lét þá alveg heyra það sem ekki stóðu sig í fótbolta en hann gerði sér grein fyrir því hverjir í hópnum voru minnimáttar og harðbannaði allt ofbeldi í þeirra garð. Halda áfram að lesa

Nýtt vandamál?

ísÞegar ég var lítil fékk ég stundum ís í brauðformi með súkkulaðidýfu.
Fullkominn ís, sem leit út eins og á mynd í skólabók. Kramarhúsið niður, ísinn upp, dýfan heill hjúpur. Maður hélt utanum kramarhúsið, beit súkkulaðihjúpinn varlega utan af og sleikti ísinn.
Ég bið enn um það sama þegar ég fæ mér ís. Ís í brauðformi með dýfu. Ekkert kurl eða neitt svoleiðis. Halda áfram að lesa

Minna ljótt

strekkingLýtaaðgerðir eru náttúrulega bara argandi snilld. Það er nefnilega ekki gaman að vera ljótur. T.d. held ég að sé ekkert gaman að hafa auga á kinninni, þrjú brjóst eða klofinn góm. Það er ekki fallegt. Hinsvegar er svo skrýtið að fullt af fallegu fólki fer í lýtaaðgerðir og það er áreiðanlega hátt hlutfall lýtaaðgerða sem mætti kannski kalla yngingaraðgerðir. Í dag getur sextug kona litið út eins og tvítug ef hún á nógu mikið af peningum. Eða ekki.

Halda áfram að lesa