Nýtt vandamál?

ísÞegar ég var lítil fékk ég stundum ís í brauðformi með súkkulaðidýfu.
Fullkominn ís, sem leit út eins og á mynd í skólabók. Kramarhúsið niður, ísinn upp, dýfan heill hjúpur. Maður hélt utanum kramarhúsið, beit súkkulaðihjúpinn varlega utan af og sleikti ísinn.
Ég bið enn um það sama þegar ég fæ mér ís. Ís í brauðformi með dýfu. Ekkert kurl eða neitt svoleiðis.

Í dag heyrir það til undantekninga ef ég fæ ís sem er eins og á mynd. Í dag er ísnum venjulega hvolft í pappabox svo hjúpurinn brotnar og ísinn fer í klessu. Svo fær maður skeið með.

Sumt afgreiðslufólk segir að ísinn sé því miður of linur til að gott sé að afgreiða hann í brauði, allavega ef hann á að vera með dýfu. Hvort ég vilji fá hann boxi eða hvort megi bjóða mér eitthvað annað. Þeir bestu gera sér m.a.s. upp leiða yfir þessu ástandi af nokkurri sannfæringu. Aðrir skella ísnum í box án þess að spyrja mig álits. Mér finnst það einhvernveginn verri þjónusta enda þótt niðurstaðan sé sú sama; ég fer út með klesstan ís sem vís niður á við með handfangið upp.

Og nú spyr ég fávís konan:
-Hafa ísvélar landsins sameinast um að svipta mig þeirri ánægju að borða ís eins og hann lítur út á mynd eða eru fleiri sem finnst ótrúlega algengt að ísinn sé of linur?
-Afhverju varð ég aldrei vör við þetta vandamál sem barn? Ég minnist þess ekki að hafa fengið ís með dýfu í boxi fyrr en eftir að Haukur fæddist. Var ég kannski bara heppinn krakki?

Ekki svo að skilja að þetta sé stærsta vandamál í lífi mínu (þótt ég stefni að því að svo verði). Ég er bara svona að velta þessu fyrir mér af því ég nenni ekki að taka úr þvottavélinni.