Frekja

uglaÍ morgun stöðvaði ég bílinn tvisvar sinnum til að hleypa gangandi fólki yfir götu. Í bæði skiptin sáu ökumenn bílanna fyrir aftan mig ástæðu til að þenja flautuna. Í öðru tilvikinu stoppaði ég á grænu gangbrautarljósi. Í hitt skiptið við elliheimili. Ég viðurkenni að maðurinn var mjög lengi á leiðinni yfir götuna en það ku víst vera eðlilegur fylgifiskur níræðisaldursins og ég skil ekki hvernig nokkur getur lagt sig niður við að láta það fara í taugarnar á sér.

Ég nota bíl því miður frekar mikið en hef ekki orðið þess vör að yfirgangur og frekja gangandi fólks sem þarf að komast yfir götu sé áberandi vandamál í umferðinni. Það er helst við skóla og í miðbæjarkjarnanum sem maður þarf að stoppa til að hleypa fólki yfir götu. Ég hefði nú haldið að það væri bara nokkuð sjálfsagt mál. En það eru víst skiptar skoðanir um það.