Kveðast á?

Æ, elskan

Sumum hálfkveðnum vísum hæfir enginn botn. Eða þekkir þú eitthvert almennilegt orð sem rímar við botn?

Þú hefur auðvitað fullan rétt á að vera bitur en ef þú vilt töfrana þá bara fylgir þessi böggull skammrifi. Gandálfur kemur, heldur flugeldasýningu og fer. Múnínsnáðinn bíður eftir Snúði, sem kemur -og fer. Hvort sem við erum gagnkynhneigð, samkynhneigð, fjölkynhneigð, sjálfkynhneigð eða vankynhneigð mun hvert einasta tilfinningafyllirí hafa einhverskonar timburmenn í för með sér. Það eina sem hægt er að gera í því er að loka augunum og lifa það af. Eða opna augun og lifa það af ef maður hefur hugrekki til þess.

Og því máttu trúa að rituð bók verður ekki aftur tekin.

Eini mælikvarðrinn

Og þótt ég hafi aldrei séð hann og viti ekkert um hann þá veit ég alveg hvaða helvíti þú ert að ganga í gegnum.

Fólk mun gera lítið úr því, það geturðu verið viss um. Af því að það á sjálft að baki lengri sambönd, af því að engin börn eru í spilinu, af því að það eru svo margir aðrir fínir kostir sem standa þér til boða, af því að allir hafa lent í þessu, af því að þetta gæti kannski lagast, af því að hann er hvort sem er ekki nógu góður fyrir þig…

En ekkert af þessu skiptir verulegu máli. Alvarleiki sambands verður aðeins mældur í sorginni sem tekur við þegar því lýkur.

Engin venjuleg manneskja

Ég held að ég þekki engan sem álítur sjálfan sig venjulega manneskju, vill vera venjuleg manneskja eða telur eftirsóknarvert að vera venjuleg manneskja.

Samt get ég ekki betur séð en að allt þetta so fucking special fólk sé hvert öðru líkt. Allir með sömu komplexana, sama fjölskyldudramað, sama ástarruglið, sama vinnuálagið, lífsgæðakapphlaupið, áhyggjurnar, fordómana… Sé ekki betur en að þetta fólk sé nákvæmlega eins og ég, sem samt sem áður er sjálf svo sannfærð um að ég hljóti að vera alveg sérstakt eintak, að ég get auðveldlega fengið annað sauðvenjulegt fólk sem heldur að það sé „öðruvísi“ til að kóa með mér í þeirri trú að ég sé engin venjuleg manneskja.

Svo ég bara spyr, hvernig er venjulegt fólk og hvar finnur maður slíkt fyrirbæri?

Þrjú andlit Evu

Satt að segja er ég hreint ekki viss um hvort þær myndir sem ég hef af sjálfri mér séu nokkuð líkar þeim sem aðrir sjá eða hvort ein þeirra er sannari en önnur. Eða hvort sannleikurinn er meira frelsandi en fótósjopp.

102    101    104

Skáldið                          Nornin                         Sápuóperan

Halda áfram að lesa

Pínu nörd

Sjálfsmynd mín passar ekki vel við hugmyndir mínar um nörd. Einu skiptin sem ég hef verið kölluð nörd eru þegar mér verður það á að segja málfræðibrandara. Ég fann nördapróf á blogginu hennar Hildigunnar (jamm, rétt til getið, þetta var mjög rólegur dagur) og samkvæmt því er ég allavega í áhættuhóp. Ég hef engan áhuga á eðlisvísindum og er löngu hætt að spila spunaspil svo ég dreg niðurstöðuna í efa.

I am nerdier than 82% of all people. Are you a nerd? Click here to find out!