Æ, elskan
Sumum hálfkveðnum vísum hæfir enginn botn. Eða þekkir þú eitthvert almennilegt orð sem rímar við botn?
Þú hefur auðvitað fullan rétt á að vera bitur en ef þú vilt töfrana þá bara fylgir þessi böggull skammrifi. Gandálfur kemur, heldur flugeldasýningu og fer. Múnínsnáðinn bíður eftir Snúði, sem kemur -og fer. Hvort sem við erum gagnkynhneigð, samkynhneigð, fjölkynhneigð, sjálfkynhneigð eða vankynhneigð mun hvert einasta tilfinningafyllirí hafa einhverskonar timburmenn í för með sér. Það eina sem hægt er að gera í því er að loka augunum og lifa það af. Eða opna augun og lifa það af ef maður hefur hugrekki til þess.
Og því máttu trúa að rituð bók verður ekki aftur tekin.