Engin venjuleg manneskja

Ég held að ég þekki engan sem álítur sjálfan sig venjulega manneskju, vill vera venjuleg manneskja eða telur eftirsóknarvert að vera venjuleg manneskja.

Samt get ég ekki betur séð en að allt þetta so fucking special fólk sé hvert öðru líkt. Allir með sömu komplexana, sama fjölskyldudramað, sama ástarruglið, sama vinnuálagið, lífsgæðakapphlaupið, áhyggjurnar, fordómana… Sé ekki betur en að þetta fólk sé nákvæmlega eins og ég, sem samt sem áður er sjálf svo sannfærð um að ég hljóti að vera alveg sérstakt eintak, að ég get auðveldlega fengið annað sauðvenjulegt fólk sem heldur að það sé „öðruvísi“ til að kóa með mér í þeirri trú að ég sé engin venjuleg manneskja.

Svo ég bara spyr, hvernig er venjulegt fólk og hvar finnur maður slíkt fyrirbæri?