Spunkhildur vill að kirkjan komi að verkfallsmálum

Spunkhildur nokkur, bráðskemmtilegur bloggari, stakk upp á því núna um daginn að kirkjan legði sitt af mörkum til að auðvelda þjóðinni þetta langa og stranga kennaraverkfall. Rökin eru auðvitað þau að það sé og hafi verið yfirlýst stefna kirkjunnar að styðja þá sem eiga við vanda að etja og að kirkjan hljóti að tileinka sér orð Krists „leyfið börnunum að koma til mín“. Halda áfram að lesa

Það sem blaðburðurinn leiddi í ljós

newspaperÍ sumar tók ég upp á því að nýta tímann milli 5 og 7 á morgnana til útiveru, með því að bera út blöð. Þessi blaðburður leiddi mig að eftirfarandi niðurstöðum:

-Veðurguðirnir eru venjulega í ennþá betra skapi áður en fólk fer á fætur en eftir að það er mætt í vinnuna. Halda áfram að lesa

Dauð og ómerk

hammerEf orð einhvers eru fyrir rétti dæmd „dauð og ómerk“ jafngildir það þá ekki því að maðurinn hafi verið dæmdur rógberi?

Og ef maður hefur verið dæmdur ómerkur orða sinna, sumsé rógberi eða einhver sem ekki er mark á takandi, er þá við hæfi að sá hinn sami gegni æðsta valdaembætti þjóðarinnar? Ef við hæfi að dæmdur afbrotamaður, jafnvel þótt dómurinn hafi ekki séð ástæðu til að refsa fyrir brotið, heldur einungis að tilkynna þjóðinni að ekki sé að marka allt sem maðurinn segi, setjist í stól dómsmálaráðherra?

Væri þá ekki eins við hæfi að gera gjaldþrota mann fjármálaráðherra? Skipa framhaldsskólafallista í stól menntamálaráðherra?

Hvers vegna þurfa íslenskir ráðamenn svona sjaldan að axla ábyrgð á eigin afglöpum?

Hvers konar heimóttir erum við eiginlega að láta svona mikla spillingu viðgangast?

Ljóðið lifir

Keli vinur minn er haldinn þeirri meinloku að ljóðið sé dautt. Sennilega hefur hann bitið þessa vitleysu í sig í einhverju svekkelsi, þegar hann á æskuárum ungur var og uppgötvaði að vinir hans vildu frekar verja kvöldunum við að horfa á ofbeldiskvikmyndir en að sitja undir tré í Hljómskálagarðinum og lesa ástarljóð. Halda áfram að lesa

Fólksfækkun verður ekkert vandamál

Þótt offjölgun sé meira til umræðu hafa félagsfræðingar líka velt upp þeirri hugmynd að lægri fæðingatíðni muni leiða til þess að hlutfall vinnandi fólks miðað við börn og eldri borgara verði of lágt til að standa undir samfélaginu. Ein breytan er fólksfækkun, önnur sú að fólk lifir lengur og sjúklingar lifa sjúkdóma sína af. Sú þriðja er lengri æska, þ.e.a.s. auknar kröfur um menntun valda því að fólk fer seinna út á vinnumarkaðinn. Halda áfram að lesa