Er 6 vikna nálgunarbann nóg?

https://pixabay.com/p-1816400/?no_redirectHæstiréttur hefur staðfest 6 vikna nálgunarbann yfir móður sem beitti dóttur sína ítrekuðu ofbeldi.

Það er út af fyrir sig ánægjulegt að sjá nálgunarbanni beitt, það virðist mikil tregða til þess í kerfinu. En hvaða gagn á 6 vikna nálgunarbann að gera? Gefa fórnarlambinu smá hlé frá ofsóknum? Tilgangurinn með nálgunarbanni er bæði sá að tryggja öryggi brotaþola og að forða honum frá þeim sálarkvölum sem fylgja því að vera lagður í einelti. Það má reikna með að það taki flesta lengri tíma en 6 vikur að jafna sig af slíkri reynslu.

Nálgunarbann er ekki mjög íþyngjandi. Getur helst haft áhrif þegar hrellir og brotaþoli tilheyra mjög litlu samfélagi eða ef bannið hefur þau áhrif að gerandinn ætti í vandræðum með að stunda vinnu eða sækja almenna þjónustu.

Auðvitað ætti nálgunarbann að gilda að lágmarki í 6 mánuði og reyndar finnst mér að hrellirinn ætti að þurfa að sækja sérstaklega um niðurfellingu nálgunarbanns eða tilslakanir. Ef nálgunarbann er í alvöru íþyngjandi mætti þá beita vægara afbrigði af því, t.d. þannig að hrellirinn mætti ekki setja sig í samband við brotaþola að fyrra bragði og ekki gefa sig að honum þótt hann sé staddur á sama stað. Gerandinn þyrfti þannig ekki að láta sig hverfa þótt brotaþoli mætti á sömu leiksýningu og hann og hann gæti a.m.k. mætt í jarðarfarir í fjölskyldunni með því skilyrði að hann/hún láti brotaþola algerlega í friði.

Ég skrifaði um nálgunarbann hér

Ljósmynd: Pixabay

Vítisengill með áfallastreituröskun

e boomEinar „Boom“ Marteinsson krefst skaðabóta vegna ólögmæts gæsluvarðhalds. Það myndi ég líka gera í hans sporum. Maðurinn sat í fangelsi í fimm mánuði, þar af tvo í einangrun enda þótt ekkert hefði komið fram sem bendlaði hann við líkamsárás sem í fjölmiðlum var kölluð „vítisenglamálið“ (þótt þar hefði enginn vítisengill komið nærri.) Halda áfram að lesa

Vítisenglamálið sem reyndist ekki Vítisenglamál

Ísland er andverðleikasamfélag. Samfélag þar sem undirmálsfólk kemst auðveldlega í áhrifastöður. Þar sem þingmaður sem hefur misfarið með almannafé í starfi og hlotið fangelsisdóm fyrir er kosinn aftur á þing. Þar sem fólk hefur verið ráðið til háskólakennslu án þess að hafa einu sinni lokið meistaraprófi. Þar sem það telst blaðamennska að renna greinum úr erlendum þvaðurblöðum í gegnum google translate. Þessi upphafning vanhæfninnar kemur sér vel fyrir nokkra einstaklinga en bitnar almennt á fjöldanum. Einn stór kostur fylgir þó andverðleikasamfélagi; vanhæfni valdafólksins nær einnig til undirheima. Halda áfram að lesa

Sniðugur dómari Pétur

Þá er fallinn dómur í nímenningamálinu. Sniðugur dómari Pétur. Dæmir ekki nógu svívirðilega til að von sé til þess að almenningur verði bandbrjálaður en þó þannig að nímenningarnir séu sekir. Um eitthvað. Nánar tiltekið ‘brot gegn valdstjórninni.’ Dómskerfið er ólíkindatól og maður átti svosem allt eins von á því að þau yrðu fundin sek um valdaránstilraun svo það liggur við að maður segi bara hjúkket! þótt auðvitað hefði maður helst viljað að þessu yrði bara vísað frá. Halda áfram að lesa