Umfjöllun Kristrúnar um yfirlýsinguna frá mínútu 22
Í Silfrinu nú um helgina þar sem ræddar voru árásirnar á Sýrland og viðbrögð Natóríkja við þeim, hélt Kristrún Heimisdóttir því fram að Ísland hefði sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst væri skilningi á þessum aðgerðum en ekki sérstökum stuðningi. Kristrún sagðist hafa tekið eftir því hvernig yfirlýsing Íslands var orðuð, lagði áherslu á að orðalag hennar skipti máli og að slíkar yfirlýsingar væru ekki léttvægar því þær væru lesnar upp í sendiráðum og utanríkisráðuneytum um allan heim (frá og með 22. mínútu). Halda áfram að lesa