Hvar er þessi yfirlýsing Íslands vegna árásanna á Sýrland?

Umfjöllun Kristrúnar um yfirlýsinguna frá mínútu 22

Í Silfrinu nú um helgina þar sem ræddar voru árásirnar á Sýrland og viðbrögð Natóríkja við þeim, hélt Kristrún Heimisdóttir því fram að Ísland hefði sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst væri skilningi á þessum aðgerðum en ekki sérstökum stuðningi. Kristrún sagðist hafa tekið eftir því hvernig yfirlýsing Íslands var orðuð, lagði áherslu á að orðalag hennar skipti máli og að slíkar yfirlýsingar væru ekki léttvægar því þær væru lesnar upp í sendiráðum og utanríkisráðuneytum um allan heim (frá og með 22. mínútu). Halda áfram að lesa

Eiga skattgreiðendur að styrkja djöflafræðinga?

jesusogdjofullinn-688x451

Malín Brand sagði frá reynslu sinni af söfnuði Votta Jehóva í DV fyrir rúmu ári. Í viðtalinu lýsir hún því hvernig söfnuðurinn stuðlar að félagslegri einangrun. Hún segir einnig frá bannfæringunni sem hún varð fyrir þegar hún fór að skoða trúna með gagnrýnum augum, en bannfæringin fellur fullkomlega að skilgreiningum flestra skóla og vinnustaða á einelti. Halda áfram að lesa

Afsökunarbeiðni til DV

Höfundarréttarmál hafa verið töluvert í umræðunni síðustu árin enda hefur umhverfi höfundarréttar breyst töluvert með almennri netnotkun. Samband höfundar og neytanda er ekki svo einfalt að höfundur framleiði og neytandi neyti, heldur á höfundur í sumum tilvikum líf sitt undir því að neytendur dreifi verkum hans, án þess að greiðsla komi fyrir, svo þversagnakennt sem það nú er. Þetta á ekki síst við um greinaskrif og tónlist.

Halda áfram að lesa