Hefur löggi tillögu um það hvar eigi að skera niður?

Ég held að flestir geri sér fulla grein fyrir því að fjárveitingar til lögreglu eru of lágar miðað við það starf sem henni er ætlað að sinna. Hinsvegar eru fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins, atvinnusköpunar, menningarinnar o.s.frv. líka of lágar.

Annars minnir mig að víða hafi verið kveinað undan lélegum fjárveitingum á meðan íslenska efnahagsundrið blómstraði.

mbl.is Lögreglumenn örþreyttir

Þeir eru búnir að svara þessu

Það hafa engin skilyrði verið sett fyrir láninu heldur verða þau sett eftir þörfum. Ríkisstjórnin fær ‘ráðgjöf’ og ef hún fer ekki eftir ráðunum og finnur heldur ekki aðra leið til að borga, þá verða sett skilyrði, alveg eins og í öllum hinum löndunum sem hafa misst ríkisfyrirtæki, auðlindir og sjálfstæði sitt í klær amerískra stórfyrirtækja með milligöngu AGS.

Við þurfum samt ekki að hafa neinar áhyggjur því þetta reddast allt með hagsveifluleiðréttum frumjöfnuði.

mbl.is Vill að AGS leggi spilin á borðið

Hvað er eiginlega að Elling?

Af hverju taka menn allaf það sem er fullkomið eins og það er og gera það aftur? Er ekki eitthvað stórkostlega athugavert við hugmyndaflug þeirra sem geta ekki bara gert eitthvað nýtt? Ef út í það er farið er svosem ekkert nýtt undir sólinni, við byggjum alltaf á því sem við þekkjum en fjandinn hafi það, hvað er eiginlega að upprunalegu útgáfunni?

mbl.is Sigurjón gerir mynd með Steve Carell

Ekki flokkspólitískt mál

Þetta er nefnilega ekki flokkspólitískt mál heldur mannréttindamál.

Nokkrir bloggarar hafa talað um stuðning við þá kröfu að útlendingaeftirlitið virði mannréttindi sem vinstri grænan rétttrúnað eða kommúnisma. Það finnst mér einkennilegt því enginn stjórnmálaflokkur hefur það á stefnuskrá sinni að ganga fram hjá mannréttindum enda hefur fólk úr öllum flokkum og úr öllum geirum samfélagsins fylkt sér um það.

mbl.is Í stjórnarandstöðu nema Ramses komi aftur

Nú hann hlýtur að eiga að sinna sömu bófum og lögreglan

Nú hefur ríkissaksóknari sagt sig frá öllum málum sem tengjast bankahruninu. Hann vill hinsvegar sinna öðrum verkefnum embættisins, sem hlýtur að merkja að hann vilji eltast við sömu bófa og lögreglan.

Ekki hefur farið mikið fyrir handtökum á útrásarvíkingum, bankastjórum og fólki innan stjórnsýslunnar en hinsvegar er löggan dugleg við að uppræta kannabishreiður og lemja aktivista. Það liggur því í augum uppi að verkefni ríkissaksóknara næstu ár og jafnvel áratugi verða fyrst og fremst að útvega hasshausum og friðarsinnum fæði og húsnæði á kostnað ríkisins. Svo er náttúrulega alltaf eitthvað um að þurfi að dæma bjána sem hafa ekki borgað hraðasektirnar sínar og varla eru það vinir Valla sem fremja slíka stórglæpi. Það verður því hægt að finna nóg verkefni fyrir ríkissaksóknara að dunda við.

Nú og ef verður verkefnaþurrð, þá getur hann notað tímann til aukahreingerningar á skrifstofunni, skrúbba gólflista og fleira sem ekki er gert vikulega. Þannig er starfsfólk allavega nýtt á mínum vinnustað ef er lítið að gera. Ég meina varla vilja Íslendingar fara að fjölga fólki á atvinnuleysisskrá.

mbl.is Joly: Hvað á ríkissaksóknari að gera?

Lýðræði ER kjaftæði

Úr stöðugleikasáttmálanum:

Ríkisstjórnin mun greiða götu þegar ákveðinna stórframkvæmda sbr. þjóðhagsáætlun, s.s. framkvæmda vegna álvera í Helguvík og Straumsvík.

Svo mælti vinstri hreyfingin grænt framboð, sem hélt fram umhverfisstefnu, allt fram að þeim degi sem hún komst í ríkisstjórn. Hversu stórum skammt af lygum, svikum og lýðskrumi þarf ein þjóð að kyngja til að átta sig á því að það sem við köllum því virðulega nafni ‘lýðræði’ er kjaftæði og ekkert annað en kjaftæði?