Ekki flokkspólitískt mál

Þetta er nefnilega ekki flokkspólitískt mál heldur mannréttindamál.

Nokkrir bloggarar hafa talað um stuðning við þá kröfu að útlendingaeftirlitið virði mannréttindi sem vinstri grænan rétttrúnað eða kommúnisma. Það finnst mér einkennilegt því enginn stjórnmálaflokkur hefur það á stefnuskrá sinni að ganga fram hjá mannréttindum enda hefur fólk úr öllum flokkum og úr öllum geirum samfélagsins fylkt sér um það.

mbl.is Í stjórnarandstöðu nema Ramses komi aftur

One thought on “Ekki flokkspólitískt mál

  1. ————————————

    Eva, af hverju heldur þú að mannréttindamál séu ekki pólitík mál? Það eru einmitt engin mál pólitískari en einmitt mannréttindamál.

    Sigurður Þórðarson, 9.7.2008 kl. 16:42

    ————————————

    Það sem á við þegar ég segi að þetta sé ekki flokkspólitískt mál, er að það er enginn stjórnmálaflokkur sem hefur þá opinberu stefnu að skerða mannréttindi flóttamanna. Það er almennur vilji fyrir því, alla vega í orði kveðnu, að standa vel að innflytjendamálum og móttöku flóttafólks. Þótt hafi orðið misbrestur á framkvæmdinni þá er ekki sanngjarnt að tengja það við ákveðinn flokk. Ég hef verið að safna undirskriftum sjálf og bæði harðsvíruðustu kapítalistar og umhverfishippar hafa stutt áskorun um að málið verði tekið fyrir hér. Ég held að þetta hljóti að flokkast sem þverpólitískt mál.

    Eva Hauksdóttir, 9.7.2008 kl. 18:51

Lokað er á athugasemdir.