Hefur löggi tillögu um það hvar eigi að skera niður?

Ég held að flestir geri sér fulla grein fyrir því að fjárveitingar til lögreglu eru of lágar miðað við það starf sem henni er ætlað að sinna. Hinsvegar eru fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins, atvinnusköpunar, menningarinnar o.s.frv. líka of lágar.

Annars minnir mig að víða hafi verið kveinað undan lélegum fjárveitingum á meðan íslenska efnahagsundrið blómstraði.

mbl.is Lögreglumenn örþreyttir

One thought on “Hefur löggi tillögu um það hvar eigi að skera niður?

  1. ——————————————

    Þeir væru eflaust ekki svona blankir ef þeir hefðu ekki þurft að berjast svona mikið við ykkur undanfarið ár.

    Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 11:20

    ——————————————

    nei Bragi það væri langtum betra að vera moldríkur og kúgaður:)

    Skríll Lýðsson, 28.7.2009 kl. 11:40

    ——————————————

    Ég efast reyndar um það það sé víður hljómgrunnur fyrir því að hætta öllum afskiptum af dópheiminum en það væri vissulega fróðlegt að vita hversu mikill tími og peningar fara í vonlausa baráttu gegn cannabisefnum, sem þrátt fyrir mikla útbreiðslu hafa ekki getið af sér stór samfélagsvandamál.

    Eva Hauksdóttir, 1.8.2009 kl. 09:09

Lokað er á athugasemdir.