Nú hann hlýtur að eiga að sinna sömu bófum og lögreglan

Nú hefur ríkissaksóknari sagt sig frá öllum málum sem tengjast bankahruninu. Hann vill hinsvegar sinna öðrum verkefnum embættisins, sem hlýtur að merkja að hann vilji eltast við sömu bófa og lögreglan.

Ekki hefur farið mikið fyrir handtökum á útrásarvíkingum, bankastjórum og fólki innan stjórnsýslunnar en hinsvegar er löggan dugleg við að uppræta kannabishreiður og lemja aktivista. Það liggur því í augum uppi að verkefni ríkissaksóknara næstu ár og jafnvel áratugi verða fyrst og fremst að útvega hasshausum og friðarsinnum fæði og húsnæði á kostnað ríkisins. Svo er náttúrulega alltaf eitthvað um að þurfi að dæma bjána sem hafa ekki borgað hraðasektirnar sínar og varla eru það vinir Valla sem fremja slíka stórglæpi. Það verður því hægt að finna nóg verkefni fyrir ríkissaksóknara að dunda við.

Nú og ef verður verkefnaþurrð, þá getur hann notað tímann til aukahreingerningar á skrifstofunni, skrúbba gólflista og fleira sem ekki er gert vikulega. Þannig er starfsfólk allavega nýtt á mínum vinnustað ef er lítið að gera. Ég meina varla vilja Íslendingar fara að fjölga fólki á atvinnuleysisskrá.

mbl.is Joly: Hvað á ríkissaksóknari að gera?

One thought on “Nú hann hlýtur að eiga að sinna sömu bófum og lögreglan

  1. ——————————————————–

    Það er alger óþarfi að gera lítið úr fríu fæði og húsnæði á þessum síðustu og verstu tímum.

    Hitt er satt, hann hefur feiki nóg að gera þótt hann leggist ekki á gólflistana.

    Ragnhildur Kolka, 7.7.2009 kl. 08:11

    ——————————————————-

    nú hann fer nú ekki mikið að taka bófana og þá sérstaklega í eiturlyfja flórunni, það er smá tekið til þar til að sýnast, en ekki fer hann að styggja sína velunnara sem komu honum í starfið, því ekki má hann gerast svo djarfur að sjóðir stjórnmálaflokksins rýrni, það kemur minna inn eftir eiturlyfja hreinsanir nema að sumu leiti er það fólk tekið sem er ekki undir væng velunnarana, blessaða flokkurinn missti mikið er heildsölunum fækkaði mikið eftir að BAUGUR varð til og fór að flytja inn vörur milliliðalaust, og nú ætlar helvítis vinstra liðið að ráðst á svik og pretti í þjóðfélaginu og minna fæst inn þá í flokkinn á svörtu..

    Djöfuls liðið ætlar að fara eftir „“MEÐ LÖGUM SKAL LAND BYGGJA““,,,,,,,,,

    en ekki „“MEÐ FLOKKNUM SKAL AÐ ÖLLU HYGGJA““

    Tryggvi Bjarnason (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 09:40

Lokað er á athugasemdir.