Lýðræði ER kjaftæði

Úr stöðugleikasáttmálanum:

Ríkisstjórnin mun greiða götu þegar ákveðinna stórframkvæmda sbr. þjóðhagsáætlun, s.s. framkvæmda vegna álvera í Helguvík og Straumsvík.

Svo mælti vinstri hreyfingin grænt framboð, sem hélt fram umhverfisstefnu, allt fram að þeim degi sem hún komst í ríkisstjórn. Hversu stórum skammt af lygum, svikum og lýðskrumi þarf ein þjóð að kyngja til að átta sig á því að það sem við köllum því virðulega nafni ‘lýðræði’ er kjaftæði og ekkert annað en kjaftæði?

One thought on “Lýðræði ER kjaftæði

  1. ——————————————-

    Já maður veltur fyri sé hafa þeir engu lært ?

    Pissa í brækurnar til að halda hitann ?

    Hvernig stendur á þessu. Þykist þeir eiga gild rök fyrir að trú að „stórframkvæmdir“ munu verða til góðs þegar á heildina er lítið, og umfram aðra kosti ?

    Það eina sem mér dettur í hug er að þeir þykjast geta afgreitt þessar framkvæmdir með nokkur pennastrík og slegið á fjöldi starfa og gjaldeyristekjur með tilvitnun í (reyndar vanhugsuðum ) skýrslum frá „virtum“ stofnunum og fyrirtækjum.

    Verra er mögulega að fá erlent fjarmagn í til dæmis framleiðslu á grænmeti með rafmagn á stóriðjuverði. En hefur það verið reynt yfir höfuð ?

    Ef við drögum saman í neyslu á innfluttum vörum minnkar líka þörfina fyrir erlendu fjármagni.

    Posted by: Morten Lange | 26.06.2009 | 15:16:10

    ——————————————-

    Stundum virðist manni sem allir séu heimskir í stjórnarandstöðu en verði strax skynsamir þegar komið er í stjórn.

    Gott ef satt er.

    Posted by: Páll J. | 27.06.2009 | 3:34:33

     ——————————————-

    Já það er greinilegt að landinu hefur verið stjórnað af mikilli skynsemi hingað til og líkur á að svo verði áfram.

    Posted by: Eva | 28.06.2009 | 11:39:57

Lokað er á athugasemdir.