Skýr svör um aðgerðir vegna fjárhagsvanda heimilanna

Á þeim ágæta vef, island.is, er að finna skýr svör um það hvernig Íslandi verður stýrt fimlega út úr efnahagsvandanum. Svörin eru að vísu ekki öll á vefnum sjálfum en þar eru þá tenglar sem nota má til að rekja sig að svarinu. Það var þannig sem ég fann svarið við því hvað ríkisstjórnin mun gera til að hjálpa mér þegar íbúðin mín fer á nauðungaruppboð. Halda áfram að lesa

Þar féll eitt vígið enn

Ég brást ókvæða við Borgarahreyfingunni. Ekki málefnunum, sem eru stórfín. Ekki heldur því að vinstri sinnað fólk skuli stofna pólitískan flokk sem mun verða til þess að Sjálfstæðisflokkurinn kemst aftur til valda eftir nokkrar vikur. (Ekki svo að skilja að vinstri stjórn með alla sína forræðishyggju sé æskileg, tilhugsunin er bara aðeins minna ógeðsleg en endalaus einkavæðing, stóriðja og leynimakk.) Að sjálfsögðu er hverjum sem er heimilt að stofna stjórnmálaflokk og enginn hefur rétt til að gagnrýna neinn fyrir það. Halda áfram að lesa

Bráðaofnæmi – minn rass!

Bráðaofnæmi hvað? Hvað með ilmefni, skinnfatnað og annað sem einhver gæti hugsanlega haft bráðaofnæmi fyrir? Ef þetta snerist raunverulega um hættuna á bráðaofnæmi, hefði verið lítið mál að hengja upp tilkynningu með aðvörun. Það er augljóslega einhver önnur ástæða að baki þessari afskiptasemi heilbrigðiseftirlitsins. Hugsanlega bara hreinlætisfasismi. Í mörgum borgum Evrópu getur fólk tekið hunda með sér inn á krár og ýmsa staði þar sem hundar eru ekki umbornir á Íslandi, og ekki hef ég trú á að bráðaofnæmi gegn hundum sé neitt algengara hér en annarsstaðar. Halda áfram að lesa

Góð leið til að styrkja menninguna

Ég býst við að mörgum komi það nokkuð á óvart en ég er almennt ekkert hrifin af því að ríkið styrki listir. Ennþá síður vil ég að auðmenn geri það. Listamenn hafa nefnilega í mörgum tilvikum pólitísku hlutverki að gegna og þessvegna má enginn sem hefur hagsmuna að gæta, hafa fjárhagslegt tangarhald á þeim. Halda áfram að lesa