|
Ráðist með grjóti á 16 ára pilt í FSu á Selfossi |
|
Lögreglan mun aldrei sýna svona málum tilhlýðilegan áhuga og fyrst skólayfirvöld gera það ekki heldur, endar þetta einfaldlega með því að vinahópar munu sjá um sína löggæslu sjálfir.Það væri út af fyrir sig mjög jákvætt ef nemendur skólans, sem eitt samfélag, sammæltust um það hvaða viðurlögum ætti að beita ef einhver þeirra lemur mann og annan en ég er hrædd um að mórallinn verði frekar í mafíustíl, okkars á móti ykkars, eða okkars á móti öllum heiminum. Það viðhorf að einn hópur sé öðrum æðri eða mikilvægari og hafi meiri rétt til valdbeitingar býður upp á klíkustríð.
Þversögn yfirvaldins er fólgin í því að þetta viðhorf, sumir eru öðrum æðri, er það eina sem réttlætir tilvist einhverskonar yfirvalds, sem ætti þá að halda hinum sterku í skefjum, en um leið byggir yfirvaldið einmitt á þessari sömu, sjúku hugmynd. Og þegar yfirvaldið þjónar ekki því hlutverki sínu að vernda þá sem samfélagið verndar ekki, heldur hina sterku, er öll réttlæting fyrir því horfin út í veður og vind.
Sá sem ræðst á annan mann er annaðhvort sinnisveikur og þarf þá á hjálp að halda, eða þá að hann telur sig með einhverjum rétti eiga nokkuð sökótt við þolandann, eitthvað sem ekki verður leyst með því að klaga í yfirvöld sem er hvort sem er drullusama. Lausnin hlýtur að felast í því að samfélagið (í þessu tilviki nemendur) komi sér saman um það hvaða hegðun teljist óviðunandi og standi saman um að bregðast rétt við. Ef deilan snýst t.d. um jafnan rétt til að sitja í tilteknum sófa, gætu nemendur sameinast um að fjarlægja þann sem þykist hafa einkarétt á honum, án þess að beita þannig aðförum að veruleg slysahætta skapist. Þeir sem álíta samkomulag um hvaða reglur skuli gilda og hvernig skuli staðið að því að vernda rétt allra, óraunhæft, ættu kannski að velta því aðeins fyrir sér hversu raunhæft það er að láta yfirvöld um að tryggja öryggi og miðla málum.
—————————————————–
Rétt er þó að geta þess að kæra er komin á borðið og lögfræðingar komnir í málið. Einnig skilst mér að allur skóli fordæmi nú þessi varmenni sem stóðu að þessum ofbeldisverkum. Að því sögðu tel ég réttvísina (yfirvöld) senn ná til þeirra.
Kjartan (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 14:46
—————————————————–
Það er nú gott að lögfræðingar og yfirvöld eru kominn í málið og munu senn ná til þeirra. En guð forði okkur frá því að kalla fólk til ábyrgðar áður en fólk slasast eða deyr. Það er nú fyrir mestu.
itg (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 21:24
—————————————————–
Jú Haukur, ég vildi sjá það sem víðast að fólk kæmi sér saman um siðferðileg gildi og hjálpaðist að við að framfylgja þeim eins friðsamlega og mögulegt er. Það er alveg rétt að lögin eru slík tilraun en gallinn er sá að það eru aðeins örfáar manneskjur sem taka þátt í að móta lögin og aðeins útvaldir sem sjá um að framfylgja þeim, með valdi.
Ég trúi því að það gangi betur að halda uppi friðsamlegum samskiptum þegar sem flest sjónarmið fá vægi og allir njóta verndar og friðhelgi (það er ekki nóg að eiga rétt á því ef sífellt er valtað yfir þann rétt.) Það er hinsvegar erfitt ef ekki útilokað að koma slíku á í mjög stóru samfélagi sem hefur vanist því að valdabarátta og yfirgangur sé grundvöllur allrar hamingju og mannvirðingar. Þessvegna þurfa þessi viðhorf að festa rætur og menn að æfast í því að famfylgja þeim, í litlum einingum fyrst.
Eva Hauksdóttir, 21.2.2009 kl. 00:00
—————————————————–
Það rifjast upp fyrir mér það sem einn vinur minn sagði hvað selfoss væri kallaður (hnakkabær), kannski voru þessir strákar eitthvað að metast eða eitthvað annað og endaði með þessum hætti! Eða þá að það liggi eitthvað annað á bakvið t.d óuppgerðar sakir, en vonandi tekst að koma í veg fyrir svona í framtíðinni…
steini (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 09:51
—————————————————–
hvar er stonser sýsli núna fynst að hann eigi að taka á þessu máli
bpm (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 12:56