Uppáhaldsmatur? (FB leikur)

Matur sem einhver annar eldar handa mér. Ég tjái ást mína með því að elda og tek því sem merki um umhyggju ef einhver eldar handa mér, jafnvel þótt viðkomandi meini ekkert með því hafi lag á að eyðileggja kornflex, hvað þá annað.

Ég er annars hrifin af gamaldags, íslenskum heimilismat. Kjötsúpa er snilld og steiktar fiskbollur með karrýsósu og hrossabjúgu með kartöflumús. Ef ætti að taka mig af lífi og ég fengi að velja síðustu máltíðina mína yrði það saltkjöt og baunir.

Ég elda matinn sem ég óslt upp við samt ekki nærri nógu oft. Er voða mikið með eitthvað fljótlegt. Pasta og steikt grænmeti. Ég er ekki mikið fyrir sterk kryddaðan mat en ég held að kæst skata og síld sé það eina sem ég hef smakkað sem ég myndi ekki láta mig hafa að borða í kurteisisskyni.