Broskallar

Af hverju eru allar doppur með einföldu andlitstákni kölluð broskallar, jafnvel þótt svipbrigðið eigi ekkert skylt við bros?
Og afhverju eru langflestir broskallar gulir?

Fyrsta orðið sem ég lærði að lesa á ensku var smile. Ég kunni að segja I love you baby og fannst stórmerkilegt að Kaninn (Ég bjó í Njarðvík) skyldi ekki móðgast yfir að vera kallaður barn. Ég var hálfmóðguð yfir því sjálf, enda 7 ára og næstum fullorðin.

Mér áskotnaðist barmmerki með gulum broskalli. Það var í umbúðum á þeim stóð smile. Móðir mín las það sem smæl. Sagði að sumir stafirnir væru lesnir öðruvísi á ensku. Mér fannst mjög flippað að e-ið væri ekki borið fram.

Stuttu síðar lærði ég að lesa fuck you.
Ég er ekki frá því að þau orð hafi oftar komið mér í hug undanfarið en guli broskallinn. Og verið dálítið út í ælugræn á litinn.