Ég brást ókvæða við Borgarahreyfingunni. Ekki málefnunum, sem eru stórfín. Ekki heldur því að vinstri sinnað fólk skuli stofna pólitískan flokk sem mun verða til þess að Sjálfstæðisflokkurinn kemst aftur til valda eftir nokkrar vikur. (Ekki svo að skilja að vinstri stjórn með alla sína forræðishyggju sé æskileg, tilhugsunin er bara aðeins minna ógeðsleg en endalaus einkavæðing, stóriðja og leynimakk.) Að sjálfsögðu er hverjum sem er heimilt að stofna stjórnmálaflokk og enginn hefur rétt til að gagnrýna neinn fyrir það.
Það sem mér misbýður er að þessi hreyfing skuli ætla að bjóða fram eins og hver annar pólitískur flokkur, undir því yfirskyni að hún sé að vinna gegn flokkakerfinu. Það hefði röklega séð gengið upp ef menn hefðu haldið sig við það sem Lýðveldisbyltingin lagði upp með, að gefa tilraunum til að koma á stjórnkerfisbreytingum ákveðinn tíma og leggja svo flokkinn niður að þeim tíma loknum, því ef markmið næst ekki á 6 mánuðum þá er greinilega annað hvort eitthvað að markmiðinu eða aðferðinni. En að berjast gegn flokkakerfinu með því að taka þátt í því um óákveðinn tíma, það er bara rugl, annaðhvort byggt á ótrúlegum kjánaskap, eða löngun í völd. Nema hvorttveggja sé. Álíka gáfulegt og að skrá sig í herinn til að uppræta stríð. Vald spillir. Alltaf. Það liggur í hlutarins eðli að um leið og einhver fær völd og líkar það vel, hafa skapast einka hagsmunir af því að viðhalda flokknum. Og þá verða sett ný markmið til að tryggja tilveru hans og völd og stykkja þar með rót vandans. Því valdaklíka mun alltaf telja sjálfa sig nauðsynlega.
Þar fór það. Stór hluti grasrótarinnar genginn til liðs við valdastrúktúrinn sem er rót allra okkar vandamála. Og firringin á svo alvarlegu stigi að þetta blessað fólk skilur ekki hversvegna ég lít á það sem svik.
Hver á að bylta kerfinu þegar byltingarfólkið sjálft er orðið samdauna? Ég hef aldrei verið jafn vonlaus.
———————————————————
Eva, takk fyrir ástríðuna þína og kraft. Fyrir þessa sterku réttlætiskennd sem birtist í gjörðum þínum og skrifum.
Ég bið þig aðeins að gefa okkur örfáa daga til þess að klára málefna vinnuna. Erum að klára að stilla upp stefnunni og þar verður tekið jafn skýrt á því að leggja niður framboðið eins og var hjá okkur í Lýðveldisbyltingunni. Gefðu okkur bara örlítinn séns á að sýna það.
Ég fordæmi ekki skrif þín um okkur, ég skil þig einmitt afar vel. Það er mér mikið áfall í raun að þurfa að fara eftir núverandi kerfi til þess að gera eitthvað.
Það varð mér hins vegar miklu meiri raun að horfa á umræður á Alþingi um stjórnlagaþingið og sjá að allir flokkarnir voru strax farnir að draga fyrri yfirlýsingar sínar um lýðræðisumbætur til baka þegar að þeir voru farnir að trúa að ekkert nýtt framboð kæmi fram.
Þetta ömurlega kerfi virkar nefnilega bara svona – þeir bregðast aðeins við ógnunum. Nýtt framboð virðist vera þeirra helsta ógn.
Ég fylltist vonleysi en fann svo vaxa í mér kraftinn sem kemur frá réttlátri reiði. Við einfaldlega verðum að láta reyna á þetta – við einfaldlega verðum að ganga alla leið.
Við munum einnig finna leið til þess að tryggja að ef við erum ekki líkleg til að ná tilætluðum árangri að atkvæðin falli ekki dauð, Sjálfstæðimönnum í hag. Ég mun leggja mikið á mig til að tryggja það.
Nýtt framboð má alls ekki hjálpa D og B að ná saman í stjórn.
Posted by: Baldvin Jónsson | 25.02.2009 | 17:35:29
———————————————————
Thad er svo undarlegt med vinstri menn 🙂 Thad virdist vera natturulogmal ad thegar stefnir i vinstri stjorn tha taka allir their sem bjarga vilja heiminum upp a thvi ad stofna eigin flokk:) svo valkostur kjosenda er D og F eda c.a 8 flokka vinstri stjorn ef hun tha naer meirihluta. Hvernig stendur eiginlega a thessu ?
Posted by: GVV | 26.02.2009 | 10:51:20
———————————————————
Ég held að það sé vegna þess að vinstri menn eru almennt frekar lýðræðissinnaðir og vilja ekki beygja sig undir vald fámennrar flokksforystu. Gallinn er sá að það er ekki hægt að ná fram neinu lýðræði innan flokkakerfisins en það er heldur ekki hægt að brjóta flokkakerfið upp nema komast á þing eða smíða fallöxi og þar sem vinstri menn eru gjarnan friðarsinnar og á móti ofbeldi þarf mikið að ganga á áður en þeir reyna þá leið.
Posted by: Eva | 26.02.2009 | 14:19:21
———————————————————
Eva.
Ég tel það rangt mat hjá þér að vinstri menn séu frekar lýðræðissinnaðir. Mín reynsla er að því er öfugt farið.
Það sem gæti hafa rugla þig í ríminu er að vinstri menn eru mjög lýðræðissinnaðir þegar þeir eru EKKI við völd.
Posted by: Egill | 26.02.2009 | 22:26:37
———————————————————
Eva.
Ég tel það rangt mat hjá þér að vinstri menn séu frekar lýðræðissinnaðir. Mín reynsla er að því er öfugt farið.
Það sem gæti hafa rugla þig í ríminu er að vinstri menn eru mjög lýðræðissinnaðir þegar þeir eru EKKI við völd.
Posted by: Egill | 26.02.2009 | 22:26:54
———————————————————
Þar sem vinstri menn hafa ekki haldið völdum á Íslandi nema korter í senn í marga áratugi er frekar erfitt að fullyrða nokkuð um það hvernig þeir muni haga sér í stjórn. Það voru þó vinstri menn sem komu á því ófullkomna lýðræði sem heimurinn þó þekkir í dag og víst er að voru ekki vinstri menn sem, klíkuðu okkur í gjaldþrot.
Annars nenni ég ekki að halda uppi sérstökum vörnum fyrir vinstri menn mjög lengi, frekar en aðra pólitíkusa. Vandamálið er ekki hægri stjórn eða vinstri stjórn heldur ríkisvald yfirhöfuð.
Posted by: Eva | 26.02.2009 | 23:55:31