segja mig fegurri en fyrr.
Jafnvel fífan, hvít og loðin yfir mýrinni
og rauð kalsár furunnar uppi í skógi
vita gleðina sem þú vekur mér.
Sett í skúffuna í september 1990
Jafnvel fífan, hvít og loðin yfir mýrinni
og rauð kalsár furunnar uppi í skógi
vita gleðina sem þú vekur mér.
Sett í skúffuna í september 1990
Lyktin af nýslegnu grasi.
Tær pollur í mölinni.
Bláber á lyngi.
Blóm.
Allt sem er yndislegt
minnir á þig.
Uppskeruhátíð á Sólheimum. Allt troðfullt af hollustu. Grænkál og rófur og litlar sætar gulrætur og allt. Borðað og dansað og dansað og dansað. Hann dansar líka. Dansar við mig og hina krakkana og við Bertu gömlu og líka einn. Svona stór! Þriggja ára og næstum því fullorðinn.
Svo kemur hann til mín, hálfvolandi. Segist þreyttur, vill fara heim að sofa. Við leiðumst út í haustnóttina. „Var ekki gaman“ segi ég, „jú“ segir hann og meinar það. Hefur ekki áður vakað svo lengi og undrast stjörnurnar; himneskar kartöflur, kannski tunglið sé næpa? Ég spyr hvort hann muni hvers vegna við höldum uppskeruhátíð.
Hann stoppar, snýr sér að mér, syfjuð augun kringlótt himintungl í jarðarlit. Sveiflar báðum handleggjunum í stóran hring og bendir til himins: „Af því allt og allt kemur upp úr jörðinni!“
Að haldast í hendur
og klifra upp í tré
og veltast í grasinu
og hlæjaog mála skrýtnar myndir
af fuglum og fiðrildum
köttum, krossfiskum
sæhestum, síðhærðum blómum
og olíuborpöllum;var ekki gaman
þá?
Það rigndi
daginn sem þú komst í heiminn.
Ég horfði á regnið lemja glugga fæðingarstofunnar
á gráasta degi þessa sumars
og fann minna fyrir eftirvæntingu en þreytu.
Anda, ýta, anda, ýta,
ætlar þetta aldrei að taka enda?
Regnið hætt að lemja
og ég tel dropana sem renna niður rúðuna
hægar og hægar.
Svo ein hríðin enn
og skyndlilega –
fagnandi rödd ljósmóðurinnar:
„Sjáðu, sjáðu strákinn!“
og eitthvað heitt og blautt á maganum
og tvö lítil augu
sem horfa.
Tvö lítil, dökk augu
sem horfa,
rannsakandi,
hljóðalaust.
Hvernig er það annars með svona börn,
eiga þau ekki að gráta?
Loksins org
og leitandi munnur
Og alla tíð síðan
sól.