Þú fléttaðir hár mitt
myndböndum,
smaugst fimlega
úr olíubornum greipum mínum
en áður en lýkur
svipti ég sparlökum frá rekkju þinni
og breiði þau á bekkinn.
Þú fléttaðir hár mitt
myndböndum,
smaugst fimlega
úr olíubornum greipum mínum
en áður en lýkur
svipti ég sparlökum frá rekkju þinni
og breiði þau á bekkinn.
Á litþrungnum blámorgni
blómstra kyrraðarrunnar í Norðurmýrinni
og einsemdin röltir í skjóli þeirra
á fund lausakonu sem vakir enn
með huggun í höndum.
“Velkomin”, segir hún
og brosið nær fram í fingurgóma.
“Nú hætti ég bráðum í bransanum.
Þeir sýndu dömunni stjörnur í gær.”
Í þessum geira
dregur umfjöllun úr eftirspurn
í bili.Bugast ekki af bilinu því
þótt flestir séu draumar mínir
fallnir í gjalddaga.Kasta út interneti og símalínu
og dreg;
þeir fiska sem róa.
Veit sem er
að með tímanum mun umtalið
miðla árangri,
fjöl til að fljóta á,
varpa ljósi á augu hinna umræddu
sem enginn hefur ennþá spurt álits.
Troddu hausnum í þar til gert gat,
helst það þrengsta sem þú finnur
dragðu andann djúpt
og syngdu svo
um allt sem brennur þér í iðrum
og vittu til
að lokum mun rödd þín hljóma.Há og hvell
mun hún
hljóma.
Kasta hjarta þínu
veggja á milli
í iðrum ruslageyslunnar.
Heit var ég
og freyðandi
en hjaðnaði
þegar hann sökk
í ilmmjúkan kúfinn
og drakk í sig eðli mitt.
Eftir á köld.
Flöt.
Gólfið hreint
en sjálf er ég daungrátt skólp
og klúturinn undinn.