Bláþráðum sleginn
er örlagavefur minn
þessi árin.
Skarpir hafa skorið
fingur nornanna
þræðirnir þeir.
Bláþráðum sleginn
er örlagavefur minn
þessi árin.
Skarpir hafa skorið
fingur nornanna
þræðirnir þeir.
Var það lífsins lind
sem spratt fram undir vísifingri þínum,
kvíslaðist við uppsprettuna,
greindist í ám og lækjum um lófa þinn allan
og vætti hörund mitt?Eða var það tákn guðdómsins
þegar þú bentir á mig,netið
sem þú reyrðir að hálsi mér?
Hver velur slíkt hlutskipti?
Setja sig í lífshættu
til að handleika blóðkaldar hræætur.
Koma heim með slímkennda ólykt
loðandi við húð þína og fatnað
svo börn þín hrökklast frá.
Selja öðrum afnot af skrokk sínum
og eftirláta hluta ágóðans
í skiptum fyrir aðstöðu og vernd,
og fylliríið í kringum þetta, Drottinn minn dýri.
Hver myndi velja sér slíkt hlutskipti?
Var það fjárhagsleg neyð sem rak þig
eða sýður þér í æðum sjómannsblóð?
Bjargaðu mér!
Bjargaðu mér frá dráttarvöxtum.
Frá samveru við fjölskylduna.
Frá því að heyra ekki framar “heimild synjað”
við afgreiðsluborðið í Bónus.Bjargaðu einnig súlustúlkunni
(sem áður vann 7 tíma á dag á spænsku hóruhúsi)
frá því að eygja von um svepplaust líf
með því að bera sig fyrir manninn þinn
bak við tjöldin.Bjargaðu frá geðillskukasti
öllum háskólagengnu konunum
sem sjá eftir tekjum maka sinna
í vasa ómenntaðs útlendings.
Þú fléttaðir hár mitt
myndböndum,
smaugst fimlega
úr olíubornum greipum mínum
en áður en lýkur
svipti ég sparlökum frá rekkju þinni
og breiði þau á bekkinn.