Línur

Var það lífsins lind
sem spratt fram undir vísifingri þínum,
kvíslaðist við uppsprettuna,
greindist í ám og lækjum um lófa þinn allan
og vætti hörund mitt?Eða var það tákn guðdómsins
þegar þú bentir á mig,netið
sem þú reyrðir að hálsi mér?