Frétt

Á litþrungnum blámorgni
blómstra kyrraðarrunnar í Norðurmýrinni
og einsemdin röltir í skjóli þeirra
á fund lausakonu sem vakir enn
með huggun í höndum.

“Velkomin”, segir hún
og brosið nær fram í fingurgóma.
“Nú hætti ég bráðum í bransanum.

Þeir sýndu dömunni stjörnur í gær.”

Share to Facebook