Í minningunni
eins og hlý, gömul peysa.
Dálítið trosnuð á ermunum
og löngu úr tísku.
Þó svo hlý, svo mjúk
á köldum vetrarmorgni.
Svo var mér vinátta þín.
Sett í skúffuna í ágúst 1985
Í minningunni
eins og hlý, gömul peysa.
Dálítið trosnuð á ermunum
og löngu úr tísku.
Þó svo hlý, svo mjúk
á köldum vetrarmorgni.
Svo var mér vinátta þín.
Sett í skúffuna í ágúst 1985
Dánir.
Að eilífu.
Runnir í tómið
dagarnir,
þegar allt mitt var þitt
og hugsanir þínar
-titrandi
bak við augnlokin.
Sett í skúffuna í júlí 1985
Hjarta mitt,
titrandi blekdropi
á oddi pennans.
Ljóð,
nema hönd mín skjálfi.
Klessa
ef þú lítur í átt til mín.
Nei. Bara klessa.
Jafnvel þótt þú lítir aldrei
í átt til mín
nema einu sinni
til að teygja þig í öskubakka.
Ljóð mitt,
sígarettureykur,
líður þér um varir,
leysist upp.
Þú varst blekklessa,
þú varst reykjamökkur
á Mokka.
Það streymir.
Það flæðir.
-Eitt óp.
Og svo er því lokið
með rennilásshljóði.
Ég ligg hér
svo brothætt,
svo tóm
eins og skel í fjöru
og hlusta
á fótmál þitt hljóðna.
Og óveruleikinn
með deginum inn í mig smýgur
þótt ilmur þinn
loði ennþá við sængina mína,
og samt eru vorhljóð
í rigningu fuglarnir syngja
og veröldin lyktar af ösp.
Það er vor.
-Það er ljósgrænt.
Sett í skúffuna í apríl 1983