-Þú mátt það ekki, sagði kóngurinn.
-Nei, það máttu ekki, át drottningin upp eftir honum.
-Það er hættulegt fyrir ungar prinsessur, sagði kóngurinn
-Já, það er nefnilega stórhættulegt, sagði drottningin.
En mærin kærði sig kollótta og gerði það samt. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Allt efni
Status
Þessi texti vara saminn við popplag sem ég heyri í hausnum á mér en veit ekki hvort er til í alvöru.
Halda áfram að lesa
Einnar kenndar fjarlægð
-Eru einmana? spurði hún, þótt væri í sjálfu sér óþarfi að spyrja mann sem situr einn að svalli heima hjá sér að því. Og þar sem er eitthvað ofurlítið skárra að hafa það skítt saman en í sitt hvoru lagi, bauð hann henni yfir í bjór og spjall. Halda áfram að lesa
Vögguvísa byltingarmóður
Bíum, bíum bambaló
bambaló og dillidillidó
Anarkistar raska þinni ró
en úti geysar alþjóðleg kreppa
Efnahagsins undur snjallt
eins og spáð var reyndist valt
Allt var fyrir aura falt
og groups mátti laga og leppa
Bankahrunið buldi á
bjarvættirnar fóru á stjá
Engum kenna um þó má
og enginn vill völdum sleppa
Öllu á botninn er nú hvolft
enn þó situr stjórnin stolt
Auðmenn flýja en oss er hollt
um atvinnu að slást og keppa
Vilji góður vinur minn
valda tryggja stólinn sinn
góða stöðu fljótt ég finn
Frændur þær allar hreppa.