Vögguvísa byltingarmóður

Bíum, bíum bambaló
bambaló og dillidillidó
Anarkistar raska þinni ró
en úti geysar alþjóðleg kreppa

Efnahagsins undur snjallt
eins og spáð var reyndist valt
Allt var fyrir aura falt
og groups mátti laga og leppa

Bankahrunið buldi á
bjarvættirnar fóru á stjá
Engum kenna um þó má
og enginn vill völdum sleppa

Öllu á botninn er nú hvolft
enn þó situr stjórnin stolt
Auðmenn flýja en oss er hollt
um atvinnu að slást og keppa

Vilji góður vinur minn
valda tryggja stólinn sinn
góða stöðu fljótt ég finn
Frændur þær allar hreppa.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *