Manstu þá

Að haldast í hendur
og klifra upp í tré
og veltast í grasinu
og hlæjaog mála skrýtnar myndir
af fuglum og fiðrildum
köttum, krossfiskum
sæhestum, síðhærðum blómum
og olíuborpöllum;var ekki gaman
þá?

Minning

Í minningunni
eins og hlý, gömul peysa.
Dálítið trosnuð á ermunum
og löngu úr tísku.
Þó svo hlý, svo mjúk
á köldum vetrarmorgni.

Svo var mér vinátta þín.

Sett í skúffuna í ágúst 1985

Kveðja

Dánir.
Að eilífu.
Runnir í tómið
dagarnir,
þegar allt mitt var þitt
og hugsanir þínar
-titrandi
bak við augnlokin.

Sett í skúffuna í júlí 1985