Einnar kenndar fjarlægð

-Eru einmana? spurði hún, þótt væri í sjálfu sér óþarfi að spyrja mann sem situr einn að svalli heima hjá sér að því. Og þar sem er eitthvað ofurlítið skárra að hafa það skítt saman en í sitt hvoru lagi, bauð hann henni yfir í bjór og spjall. Halda áfram að lesa

Jónar

Ertu guðjón?
Eða meðaljón?
eðaljón?
Ójón, ójón!
Þetta verður allt í læ-jón!

Ort til tilvonandi guðjóna tilveru minnar þann 14. apríl 2008.

Ljúflingslag

Án þín um eilífð langa
óf ég af gullnum þræði
rekkjuvoð rúnum brydda
rennur hún veröld alla.
Auglit mitt vakir yfir
álagahvílu þinni
syng ég þér svani um aldir
sofðu, ég unni þér.