Í rúmi Málarans

Ligg í rúmi Málarans. Í náttfötum. Áður fyrr var ég vön að liggja á gólfinu, nakin.

Undarlegt að liggja í rúmi manns sem þekkir líkama minn betur en nokkur annar og hefur þó aldrei snert mig nakta nema með pensli eða málningarsvampi. Hann geymir myndirnar sem hann tók þegar hann hafði málað mig og ég velti því fyrir mér hvort hann horfi fremur á líkama minn eða myndirnar sem hann málaði á hann þegar hann flettir í gegnum albúmið. Vil ekki spyrja því mér kemur það ekki við. Halda áfram að lesa