Glæpapakk

Ég hef sofið óvært nokkuð lengi en held svei mér þá að ég sé búin að finna lausn. Ég fékk lánaða sæng sem er ætluð taugaveikluðu og órólegu fólki. Ég sá svona sæng fyrst á elliheimilinu hjá konu sem er mjög ör og óróleg en hefur sofið betur eftir að hún fékk sængina. Halda áfram að lesa

Bréf til nágranna minna

Mávahlíð 39, Reykjavík 17.04.2009

Til húsfélags og íbúðareigenda að Mávahlíð 39

Í gærmorgun þegar ég vaknaði stóð stórt, gamalt grenitré í garðinum mínum. Ekki svo að skilja að það hafi komið mér á óvart, það hefur verið þar lengi og hefur (eða hafði öllu heldur) töluvert tilfinningalegt gildi fyrir mig og ég kallaði það Elías. Ég opnaði gluggann og ræddi heimspeki dagsins við Elías en settist svo við vinnu mína. Um klukkutíma síðar kem ég fram og sé þá mann uppi í trénu, langt kominn með að saga af því greinarnar. Halda áfram að lesa

Fokk

Getur einhver útvegað mér geisladisk með Árna Johnsen?

Já og getur einhver útskýrt fyrir mér hversvegna það ætti að gleðja mig að annað fólk skammist sín þegar það er búið að valta yfir mig?

Ég kæri mig ekki um að neinn skammist sín. En það skal enginn komast upp með að valta yfir mig án þess að hugsa sig um tvisvar næst.