„Í Afghanistan komast konur ekki af án fjölskyldu“ – Viðtal við flóttakonur sem á að vísa úr landi

Maryam og Torpikey

Mæðgurnar Torpikey Farrash og Maryam Rasí eru flóttakonur frá Afghanistan. Þær hafa dvalið á Íslandi í 11 mánuði.  Þær eru fyrstu konurnar frá Afghanistan sem sækja um hæli á Íslandi en standa nú frammi fyrir brottvísun.  Halda áfram að lesa

Telur Sveinbjörg að Rússneska réttrúnaðarkirkjan sé ekki kirkja?

forget-to-mention-morons_o_863318Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknar og flugvallarvina sagði í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu núna áðan að það hefði ekki verið stefna Framsóknarflokksins að koma í veg fyrir moskubyggingu í Reykjavík, heldur hefði hugmyndin komið upp eftir að borgarbúar hefðu lýst andstöðu sinni við moskuna. Halda áfram að lesa

Valinkunnur

stuðmennDV hefur staðið sig vel í því að afhjúpa framkomu yfirvalda við útlendinga, einkum flóttamenn. Á föstudaginn birti DV svo fróðlega úttekt á þeim viðhorfum sem liggja lögum um útlendinga til grundvallar.

Eitt af því sem innflytjendur standa frammi fyrir eru undarleg skilyrði sem þarf að uppfylla til þess að fá ríkisborgararétt. Þennan pistil birti ég á Eyjunni í mars 2013 en ekkert hefur breyst í þessum málum síðan og því tilvalið að rifja hann upp. Halda áfram að lesa

Gefa yfirvöld út formleg leyfi til lögbrota?

Ég hef ásamt ásamt syni mínum og mörgum öðrum gagnrýnt forsíðufrétt Fréttablaðsins þann 20. nóvember, af máli hælisleitendanna Tony Omos og Evelyn Glory Josep frá Nígeríu. Fleiri fjölmiðlar hafa fjallað um málið á sömu nótum og Fréttablaðið. M.a. hefur verið fullyrt að Tony sé grunaður um aðild að mansali. Halda áfram að lesa

Þessvegna voru Króatarnir sendir burt

Átta milljónir kostaði að senda Króatana aftur „heim“.  Eftir nokkrar vikur fær Króatía aðild að Evrópusambandinu og þá geta þeir komið aftur ef þeim sýnist svo. Því er von að fólk spyrji hver tilgangurinn sé með því að borga undir þá flug „heim“.

Tilgangurinn er sá að senda skilaboð. Skilaboð sem í senn eru ætluð þeim sem sendir voru burt, öðrum sem vilja fara frá Króatíu og íslensku þjóðinni. Skilaboðin eru þessi:

Við viljum ekki svona rusl. Við viljum frekar borga fyrir að koma þessu liði í skilning um að við Íslendingar erum merkilegri en þau. Við viljum frekar leggja út smápening núna en hætta á að þau telji sjálfum sér trú um að á Íslandi verði litið á þau sem manneskjur.

Einnig birt hér

Að gefa ríkisstjórninni séns

268813_10201141269924005_734261846_nÞeir sem benda á ósamrýmanleg markmið og ótrúverðugan málflutning formanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fá gjarnan tilmæli um að „gefa ríkisstjórninni séns“.  Tortryggni í garð ríkisstjórnarflokkanna er afgreidd sem neikvæðni. Mig rekur reyndar minni til þess að sama gagnrýni frá sama fólki hafi fengið sömu einkunnir á árunum fyrir hrun. Efasemdir um ágæti þenslunnar voru sagðar svartagallsraus og nöldur.

Halda áfram að lesa