Meira eftirlit með útlendingum

Ég hefði ekki áhyggjur af vinnustaðaskírteinum

  • ef væri ekki hægt að fylgjast með nánast hverri hreyfingu fólks með því að skoða greiðslukorta, síma og netnotkun
  • ef heimildir lögreglu til þessháttar eftirlits hefðu ekki verið auknar fyrir nokkrum árum, í stað þess að herða þær eftir því sem slíkt eftirlit verður auðveldara

Halda áfram að lesa

Allt með kyrrum kjörum

Við heyrum dásamlegar fréttir af því að allt sé með kyrrum kjörum í Kenía. Kibaki og Odinga saman í stjórn og allir góðir vinir. Ekki veit ég í hvaða raunveruleikaþætti þeir lifa sem trúa því í alvöru að það þurfi ekki meira en 4 mánuði til að koma á eðlilegu ástandi í landi þar sem blóðug átök hafa geysað og fjöldi manna flúið heimili sín og svarnir andstæðingar sitja saman í ríkisstjórn. Halda áfram að lesa

Lygaþvælan um Paul Ramses

 Allt er með kyrrum kjörum í Kenía, segja þeir, engir flóttamenn og engin stjórnarandstaða.

Jón Bragi benti á þessa heimild en samkvæmt henni kom 31 hælisleitandi frá Kenía til Svíþjóðar á síðasta ári. Ekki kemur fram hvort einhverjir þeirra sóttu um hæli sem pólitískir flóttamenn eða hvort allt þetta fólk var gjörsamlega ópólitískt en einhvern fjandann var fólkið að flýja.

Halda áfram að lesa

Mikið ósköp á hann Magnús Þór bágt

Oh, mig svíður svo í sálina þegar ég heyri svonalagað.

Hvað sem öllu kreppugrenji líður eru flestir Íslendingar ósiðlega ríkir. Og jájá, það er til fullt af fólki á Íslandi sem á bágt en ástæðan fyrir því er misskipting, og kannski að einhverju leyti eymdarhvetjandi kerfi en ekki það að við höfum ekki bolmagn til þess að halda utan um þá sem raunverulega þurfa á því að halda.

Halda áfram að lesa

Við eigum rétt á að vita það líka

Um daginn stóð Útvarp Saga fyrir skoðanakönnun á því hvort fjölmiðlar ættu að gefa upp þjóðerni meintra afbrotamanna og þjóðarsálin álítur víst að það sé rétt, gott og nauðsynlegt. Ekki er ljóst hvaða tilgangi það á að þjóna, nema þá helst þeim að auðvelda okkur að meta líkurnar á glæpahneigð út frá þjóðerni. Ef kemur t.d. í ljós að 20 Pólverjar hafa verið sakaðir um líkamsárásir, þá hlýtur það að segja eitthvað um eðli og innræti Pólverja almennt og full ástæða til að kenna börnum okkar að varhugavert sé að umgangast slíkan óþjóðalýð og aðra negra. Halda áfram að lesa