Það er enginn að mæla gegn aðhaldi með fjölmiðlum

Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor í fjölmiðlarétti, birti í gær skoðanapistil á Vísi undir heitinu Víðir Reynis og samfélagslegi sáttmálinn. Greinin er augljóslega viðbragð við pistli Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur Þarf ég að hætta að hlýða þér Víðir? enda þótt þess pistils eða höfundar hans sé í engu getið. Halda áfram að lesa

Ætlar Sannleiksráðuneytið að leiðrétta heilbrigðisyfirvöld?

Mér varð satt að segja nokkuð brugðið þegar ég sá að ein þeirra sem eiga sæti í vinnuhópi sem stefnt er gegn „upplýsingaóreiðu“ Anna Lísa Björnsdóttir hefur birt lista yfir áreiðanlega blaðamenn „og aðra“ sem skrifa um kórónufaraldurinn. Halda áfram að lesa

Meðlimur í ritskoðunarhópi Þjóðaröryggisráðs birtir lista yfir áreiðanlega blaðamenn

Ég hef þegar velt vöngum yfir þeirri undarlegu ákvörðun að koma á fót vinnuhópi sem á að skera úr um það hvaða upplýsingar teljist falsfréttir. Sérstaklega í ljósi þess að þegar hafa komið fram vægast sagt vafasamar hugmyndir um það hvað teljist falsfrétt og hvað ekki.

Halda áfram að lesa

Fjölmiðlafrelsi á tímum kórónunar

Munið þið þegar öryggisleit var hert á flugvöllum og víða um heim sett lög sem heimiluðu stjórnvöldum ýmis inngrip í friðhelgi borgaanna í kjölfar árásanna á tvíburaturnana og Pentagon haustið 2001? Eftir öll þessi ár hefur ekkert verið slakað á öryggiskröfum á flugvöllum. Ráðstafanir sem eru réttlættar með „fordæmalausum tímum“ hafa tilhneigingu til að verða varanlegar. Halda áfram að lesa