Að mega ekki afþakka launahækkun

Þann 29. október 2016 voru Alþingiskosningar haldnar á Íslandi. Á meðan landsmenn stóðu í kjörklefunum ákvað Kjararáð að hækka laun alþingismanna um næstum 45%. Þetta var þriðja launahækkunin sem þessi hópur fékk á 12 mánaða tímabili. Ráðherrar voru ekki skildir útundan og urðu heildarlaun þeirra um 2 milljónir á mánuði eftir hækkunina. Halda áfram að lesa

Við vildum eitthvað annað

Myndin er héðan

Búsáhaldabyltingin var engin bylting. Hún var röð uppþota sem hröktu vanhæfa ríkisstjórn frá völdum. Enginn dó og það er á mörkunum að hægt sé að tala um óeirðir en fólk óhlýðnaðist lögreglunni og það var svo brjálæðislega róttækt að í huga þjóðar sem þekkir hvorki sverð né blóð (enda þótt hún styðji hvorttveggja með hundslegri tryggð sinni við Nató) var það nánast stríðsástand sem ríkti frá miðjum nóvember 2008 og út janúar 2009. Halda áfram að lesa

Rendi skilur ekki hvað starf hans felur í sér

Það er alveg rétt hjá Ríkisendurskoðanda að það er ekki boðlegt að bera saman kostnað Íslendinga og Dana við bókhaldskerfi fyrir stjórnsýsluna. Íslendingar hafa nefnilega ekki aðeins eytt óþarflega miklum peningum í búnaðinn heldur einnig borgað fyrir þjónustu sem aldrei var innt af hendi en það myndu Danir seint gera. Halda áfram að lesa