Ekki víst að kærufrestur sé útrunninn

framsokn-fagnar-688x451

Eins og fram kom í Kvennablaðinu í gær ákvað yfirkjörstjórn í Reykjavík að gera Þjóðskrá aðvart um að einn frambjóðenda til sveitarstjórnakosninga væri ranglega skráður með lögheimili í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá barst Þjóðskrá þetta erindi föstudaginn 16. maí. Halda áfram að lesa

Vítisengill með áfallastreituröskun

e boomEinar „Boom“ Marteinsson krefst skaðabóta vegna ólögmæts gæsluvarðhalds. Það myndi ég líka gera í hans sporum. Maðurinn sat í fangelsi í fimm mánuði, þar af tvo í einangrun enda þótt ekkert hefði komið fram sem bendlaði hann við líkamsárás sem í fjölmiðlum var kölluð „vítisenglamálið“ (þótt þar hefði enginn vítisengill komið nærri.) Halda áfram að lesa

Grimmdin, heimskan og fimmstjörnu hótelin

Umræðan um mál stúlknanna sem sitja í fangelsi í Tékklandi fyrir kókaínsmygl gerir mig bæði sorgmædda og reiða.

Eins og venjulega þegar málefni fanga ber á góma er ógeðið í umræðunni yfirþyrmandi. Það hlakkar beinlínis í sumum þeirra sem tjá sig um málið og þeir skammast sín ekki einu sinni fyrir illgirnina heldur freta henni yfir internetið og auka þannig enn á þjáningar vandamanna stúlknanna. Halda áfram að lesa

Meira um góða fólkið


Í síðasta pistli talaði ég um tengsl „góða fólksins“ við faríseisma. En það er fleira en siðavendni og pólitísk rétthugsun sem einkennir góða fólkið. Annað sterkt einkenni er forræðishyggja. Sú sannfæring að sauðheimskur almúginn kunni ekki fótum sínum forráð og því þurfi yfirvaldið að veita honum föðurlegt aðhald – eftir forskrift hinna réttlátu; þeirra sem vegna siðferðilegra yfirburða sinna vita  ekki bara muninn á réttu og röngu, heldur líka hvað hinum fávísu og ófullkomnu er fyrir bestu. Hægt væri að tína til margar sögulegar hliðstæður við góða fólkið en í dag ætla ég að tala um góðtemplarahreyfinguna. Halda áfram að lesa