Pírataskjaldborgin, fjármálaráðherra og sjötta boðorðið

screen-shot-2015-09-01-at-11-13-24-688x451Mikið gæfuspor yrði það ef kjósendur sýndu jafn mikinn áhuga á störfum fjármálaráðherra og meintum bólfararáformum hans. En með fullri virðingu fyrir einkalífi Bjarna Ben og grunnstefnu pírata, þá er þessi pistill afar langt frá því að vera það skynsamlegasta sem sagt hefur verið um stóra Madison-málið. Halda áfram að lesa

Samræmd viðhorfapróf?

Það er ekki ný hugmynd að stofnanir ríkisins eigi að móta áherslur í siðferðilegu uppeldi barna. Kirkjan hafði til skamms tíma svo til óheftan aðgang að skólabörnum og grunnskólum var bókstaflega ætlað að ala börn upp í guðsótta og góðum siðum.

a_modern_village_school-_education_in_cambridgeshire_england_uk_1944_d23624-300x296 (1)Hversu mikinn árangur það bar vitum við lítið um. Önnur viðhorf en hin kristilegu voru ekkert uppi á borðinu og flest börn hefðu líklega tileinkað sér kristindóminn þótt skólinn hefði aldrei nefnt hann einu orði. Við vitum aftur á móti að margt fólk sem ólst upp í þessu andrúmslofti, og fékk fínar einkunnir á kristnifræðiprófum, gekk af trúnni. Við vitum að margt fólk sem nú er á miðjum aldri og ólst upp við bænahald í skólum neitaði að fermast eða skráði sig úr Þjóðkirkjunni síðar. Í sumum tilvikum hefur þetta fólk barist ötullega gegn trúarlegri innrætingu í skólum, með þeim árangri að það þykir ekki lengur við hæfi að skólar skipti sér af trúaruppeldi barna. Halda áfram að lesa

Hinsegin fræðsla frá fyrsta bekk og uppúr?

börn2

„Hinsegin fólk“ hefur verið ofsótt í gegnum tíðina og þótt ótrúlega mikið hafi unnist sætir það enn fordómum. Nú á að uppræta þá fordóma með því að búa til sérstaka námsgrein fyrir grunnskólabörn – hinseginfræðslu. Ekki fræðslufund fyrir unglinga heldur námsefni fyrir börn frá fyrsta bekk og upp úr. Halda áfram að lesa

Valinkunnur

stuðmennDV hefur staðið sig vel í því að afhjúpa framkomu yfirvalda við útlendinga, einkum flóttamenn. Á föstudaginn birti DV svo fróðlega úttekt á þeim viðhorfum sem liggja lögum um útlendinga til grundvallar.

Eitt af því sem innflytjendur standa frammi fyrir eru undarleg skilyrði sem þarf að uppfylla til þess að fá ríkisborgararétt. Þennan pistil birti ég á Eyjunni í mars 2013 en ekkert hefur breyst í þessum málum síðan og því tilvalið að rifja hann upp. Halda áfram að lesa

Ekki víst að kærufrestur sé útrunninn

framsokn-fagnar-688x451

Eins og fram kom í Kvennablaðinu í gær ákvað yfirkjörstjórn í Reykjavík að gera Þjóðskrá aðvart um að einn frambjóðenda til sveitarstjórnakosninga væri ranglega skráður með lögheimili í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá barst Þjóðskrá þetta erindi föstudaginn 16. maí. Halda áfram að lesa