Ég get að minnsta kosti meitt sjálfa mig

selfharm

Undanfarið hef ég beint sjónum mínum að unglingum sem skaða sjálfa sig, ýmist með hættulegum megrunaraðferðum eða með því að veita sjálfum sér áverka. Viðmælandi minn er 15 ára stúlka. Hún byrjaði að skera sig þegar hún var 13 ára og er með ör eftir skurði víða um líkamann. Halda áfram að lesa

Sjálfsköðun

self_harm_quotes_tn-395876-688x451

Síðasta miðvikudag sagði ég frá netsamfélögum sem líta á átröskun sem lífsstíl. Á sama hátt eru til netsamfélög ungmenna sem álíta það eðlilega aðferð til að takast á við tilfinningar, að skera sig, brenna, hárreyta sjálfan sig eða skaða á annan hátt. Sjálfssköðun virðist mun útbreiddari meðal stúlkna en pilta. Sumir telja þó að piltar feli áverka betur og skaði sig frekar með höggum en eggvopnum sem geri þeim auðveldara að skálda upp skýringar. Halda áfram að lesa

Vantrúin, heilsufrelsið og umræðan

snake oilÉg er trúleysingi en trúi á galdur. Þetta virðist vera þversögn. Það sem ég á við er þetta; ég trúi ekki á „yfirnáttúru“ en ég held að mannshugurinn geti haft áhrif á veruleikann. Við tölum um það sem við skiljum ekki sem eitthvað „dularfullt“ en hvað eftir annað varpa vísindin dulúðinni af því sem vekur undrun okkar og það reynist fullkomlega náttúrulegt. Halda áfram að lesa

Fáránleg lög um trúfélög

Í framhaldi af þessum pistli:

Ég held því miður að Jón Daníelsson hafi rétt fyrir sér um Læknavísindakirkjuna. En fyrst ég er á annað borð að skoða lög um trúfélög má ég til að koma því að að mér finnst margt sérkennilegt í þessum lagabálki. Við getum byrjað á að skoða 1. milligrein 1 greinar. Halda áfram að lesa

Ein lítil saga úr heilbrigðiskerfinu

Vinkona mín hefur átt við mikil veikindi að stríða síðustu ár. Hún fékk m.a. banvænan sjúkdóm og hefur þurft að undirgangast ýmsar rannsóknir og lyfjameðferð vegna þess, auk þess að þarfnast endurhæfingar og dvalar á sjúkrahóteli. Ég vissi að Íslendingar greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu úr eigin vasa en nágrannaþjóðirnar en þegar ég sá upphæðirnar sem þessi vinkona mín hefur þurft að greiða, gekk gjörsamlega fram af mér. Halda áfram að lesa