Sóttvarnaryfirvöld eru ekki hafin yfir gagnrýni

Svo virðist sem Íslendingar hafi náð tökum á útbreiðslu kórónuveirunnar í þeim skilningi að heilbrigðiskerfið ætti ekki að lenda í samskonar hremmingum og reyndin hefur orðið á á Ítalíu og Spáni. Margt hefur verið vel gert á Íslandi. Það var frábær ákvörðun hjá sóttvarnaryfirvöldum að leggja alla áherslu á að greina smit og rekja og daglegir upplýsingafundir hafa áreiðanlega átt sinn þátt í því hversu víðtæk samstaða hefur náðst um að virða samskiptatakmarkanir. Kannski eru bestu fréttir það sem af er árinu þær að Íslensk erfðagreining lagði hönd á plóginn. Halda áfram að lesa

Jú, það má bara víst grínast með covid 19

Þegar neyðarástand skapast fara yfirvöld fljótlega að færa sig upp á skaftið. Á örfáum vikum hefur það ástand skapast á Íslandi að ótrúlega mikið vald hefur í reynd færst frá kjörnum fulltúrum til sóttvarnaryfirvalda. Vitaskuld eiga stjórnvöld að móta stefnu sína í sóttvarnarmálum sem öðru í takt við ráðgjöf sérfræðinga en þegar heilbrigðisyfirvöld taka sér vald sem á að vera á hendi ráðherra þá er ástæða til að staldra við og spyrja á hvaða leið við erum. Halda áfram að lesa

Eru mótefnamælingar raunhæfar á næstunni?

Þann 4. apríl sagði Kvennablaðið frá því að Íslensk erfðagreining hefði pantað búnað til að mæla mótefni við kórónuveirunni og að Kári Stefánsson reiknaði með að mælingar myndu hefjast í þessari viku. Þetta kom fram í svari Kára við spurningu sem Facebooknotandi velti upp um það hversu margt fólk hefði þegar smitast og myndað ónæmi. Halda áfram að lesa

Boris okkar – eða einn úr hjörðinni?

Boris Johnson er veikur. Það snertir okkur – ekki af því að hann sé svo mikilvægur maður heldur af því að við vitum hver hann er. Hann er ekki bara einn af þessum 55.000 Bretum sem hafa greinst með kórónusmit. Ekki bara einn af þessum 1600 Bretum sem liggja á gjörgæslu vegna veirunnar. Ekki bara einn þeirra sem gætu bæst í hóp þeirra 6000 Breta sem hafa dáið á síðustu vikum, eftir að hafa kvatt ástvini sína í gegnum Skype. Ekki bara einn úr hjörðinni heldur manneskja með nafn og andlit. Halda áfram að lesa

Hlýðið Víði – ef ykkur skortir skynsemi til að virða smitvarnir af sjálfsdáðum

Ég hlýði Víði – Rímleikur er nú orðinn að slagorði og framleiðsla á bolum hafin. Lógóið er afhjúpandi fyrir fávitalegt skeytingarleysið um alvöruna að baki krúttlegu slagorði – mynd sem í senn vísar til vinsælla teiknimyndafígúra, kórónu, lögreglustjörnunnar og hins alsjáandi auga eftirlitssamfélagsins. Þetta er snilldarleg hönnun – hvort sem hönnuðurinn gerir sér grein fyrir því eða ekki.

Halda áfram að lesa