Sóley Tómasdóttir froðufellir vegna bakþanka

Ætli við höfum ekki flest orðið vitni að því að fólk sem allajafna er friðsamt og hegðar sér nokkuð prúðmannlega verður það sem kallað er „vitlaust með víni“? Flest okkar jú, en ekki samt Sóley Tómasdóttir.

Læknir verður vitni að ofbeldi drukkins karls gegn konu sinni og bendir á það sem alkunna er að áfengisneysla hafi áhrif á dómgreindina og að ofbeldi sé ein birtingarmynd þess skaða sem víma veldur. Þetta túlknar femínistinn þegar í stað á þann veg að þarna sé verið að réttlæta ofbeldi, afsaka karlinn sem lemur konuna sína.

Það er fráleit ályktun að Lára G. Sigurðardóttir sé að halda því fram að áfengi sé eina rót kynbundins ofbeldis, hún er hinsvegar að benda á algenga orsök þess að menn missi stjórn á skapi sínu og það þarf svosem ekki lækni til að staðfesta það. Að ætla henni það að veita ofbeldismönnum einhverskonar syndaaflausn er hvorki rökrétt né sanngjarnt.

En Sóley er  auðvitað ekkert ein um það að ætla fólki sem ekki tilheyrir innsta hring femínista meðvirkni með ofbeldisseggjum og leggja orð þess út á versta veg. Nýlegt dæmi um það eru ofsakennd viðbrögð dólgafemínista við orðum Stefáns Karls Stefánssonar um móðgunaráráttu sjálfskipaðra verndara jaðarhópa.

Hver er svo tilgangur kvenhyggjusinna með þessum ofstopakenndu viðbrögðum við málefnalegri umræðu? Kannski er þetta að nokkru leyti birtingarmynd þeirrar vænisýki sem einkennir flest „költ“. Trúarnöttarar þurfa ekki neitt áfengi til þess að verða snarvitlausir. Það þarf að halda árunni hreinni og besta leiðin til þess er sú að staðsetja djöfulinn – finna kennimark Kölska.

En að einhverju leyti er þessi froðufellandi ofsi af smávægilegasta tilefni einfaldlega ein af þöggunaraðferðum femínista; viðleitni til að stjórna allri umræðu um kynjapólitík og raunar allt sem viðkemur kynjaímyndum og átökum milli kynjanna. Brjálæðið yfir því að einhver segi eitthvað „vitlaust“ (lesist „eitthvað sem ekki fellur femínistum í geð“) er þannig liður í því að koma á kennivaldi og viðhalda því. Nánar tiltekið kennivaldi kvenhyggjunnar.

[custom-related-posts title=“Tengt efni“ order_by=“title“ order=“ASC“ none_text=“None found“]

Deildu færslunni

Share to Facebook