Femínismi, venslasekt og vondir karlar

[Þessi pistill hefur verið leiðréttur, þar sem upphaflega var ranglega haldið fram að um væri að ræða grein en ekki viðtal.]

Nýlega birtist þetta viðtal, þar sem körlum er, beint og óbeint, lýst sem ofbeldisfullum, og allt ofbeldi gert „karllægt“ og tengt við hugmyndir um „karlmennsku“ sem hljóta að koma spánskt fyrir sjónir þeim sem alist hafa upp meðal íslenskra karla og kvenna síðustu áratugina. Halda áfram að lesa

Rangar sakargiftir og rannsókn sakamála

Hugsum okkur að A beri B þeim röngu sökum að hafa framið alvarlegt brot. Þannig hefur A framið alvarlegt brot en B ekki. Þá er auðvitað eðlilegt að ekkert verði aðhafst í rannsókn á broti A, fyrr en rannsókn, og hugsanlega réttarmeðferð, á brotinu sem B var ranglega sökuð um er lokið. Sú meðferð tekur marga mánuði, hugsanlega meira en ár. Halda áfram að lesa

Prestarnir okkar sem nauðga

Fyrir nokkrum vikum hélt Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur í Langholtskirkju, predikun sem bar yfirskriftina „Drengirnir okkar sem nauðga“. Það virðist vera svo að nauðgarar fyrirfinnist í öllum þjóðfélagshópum, þeir séu engin „sérstök tegund“, umfram það að vera nauðgarar. Því liggur beint við að álykta að meðal presta séu ekki síður nauðgarar en meðal annarra samfélagshópa. Þess vegna er fyrirsögn þessa pistils alveg jafn eðlileg og réttlætanleg og yfirskriftin á predikun Guðbjargar. Halda áfram að lesa

Jafnréttismál í Háskóla Íslands

Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands sendi mér eftirfarandi erindi þann 24. mars, vegna málfundar sem félag prófessora stendur fyrir í dag, til kynningar á frambjóðendum til rektorskjörs í Háskóla Íslands.

Þar sem efni fundarins var þá löngu ákveðið og ég búinn að undirbúa mig í samræmi við það, gat ekki komið því við að fjalla um þessi mál á þeim stutta tíma sem frambjóðendum er ætlaður, en ákvað svara þess í stað hér. Halda áfram að lesa

Réttleysi fátækra og tilfinningarök – Auði svarað

Auður Styrkársdóttir skrifaði í gær grein í Kvennablaðið sem hún nefnir „Rangfærslur um kosningaréttinn“ og telur sig þurfa að „leiðrétta það sem rangt er farið með“ í grein eftir Steinunni Ólínu og annarri eftir mig, um kosningarétt kvenna og karla. Halda áfram að lesa