Kastljósið um Verne Holdings

Hvað gerist í hausnum á fólki þegar það kemst í ríkisstjórn? Af hverju hverfur því allt siðferði gagnvart kjósendum sínum? Hvernig voga vg sér að bjóða þjóð sinni upp á leynilega orkusölusamninga eftir allt sem á undan er gengið? Og af hverju sættir þú þig við það?

Sjálfvirk sveiflujöfnun

Eina útskýringin á efnahagsáætluninni sem almenningi hefur staðið til boða er þessi:

Í raun er gert ráð fyrir að láta sjálfvirka sveiflujöfnun virka
að fullu á næsta ári og við útreikning á bata samkvæmt langtímaaðhaldi í ríkisfjármálum er reiknað út frá hagsveifluleiðréttum frumjöfnuði sem gefur því meiri slaka sem kreppan er dýpri.

Tímabundin óvissa

Alltaf skulu pólitíkusar reyna að slá ryki í augun á fólki með því að nota orðið ‘tímabundinn’. Hvern fjáran merkir þetta eiginlega. Allt ástand er bundið tíma. Það væri út í hött að tala um varanlega óvissu. Hversu löngum tíma þessi óvissa er bundin, það höfum við ekki hugmynd um. Það gætu þessvegna orðið mörg ár.

Ég trúi því að ekki sé hægt að losna við Davíð og hina bankastjórana nema kosta til þess óheyrilegum fjárhæðum en ég segi, látum þá fjúka samt. Borgum þeim bara ekki, þótt þeir eigi rétt á því. Þeir geta þá bara dundað sér við að fara í mál við ríkið, sem getur hvort sem er ekki borgað. Hvað ætla þeir að gera í því? Setja ríkið í skuldafangelsi?

Þessi færsla gefur reyndar veika von um að hægt sé að komast ögn skár frá þessu. Ég vona að það sé rétt.

mbl.is Vildu lækka vexti en ekki IMF

Nú hann hlýtur að eiga að sinna sömu bófum og lögreglan

Nú hefur ríkissaksóknari sagt sig frá öllum málum sem tengjast bankahruninu. Hann vill hinsvegar sinna öðrum verkefnum embættisins, sem hlýtur að merkja að hann vilji eltast við sömu bófa og lögreglan.

Ekki hefur farið mikið fyrir handtökum á útrásarvíkingum, bankastjórum og fólki innan stjórnsýslunnar en hinsvegar er löggan dugleg við að uppræta kannabishreiður og lemja aktivista. Það liggur því í augum uppi að verkefni ríkissaksóknara næstu ár og jafnvel áratugi verða fyrst og fremst að útvega hasshausum og friðarsinnum fæði og húsnæði á kostnað ríkisins. Svo er náttúrulega alltaf eitthvað um að þurfi að dæma bjána sem hafa ekki borgað hraðasektirnar sínar og varla eru það vinir Valla sem fremja slíka stórglæpi. Það verður því hægt að finna nóg verkefni fyrir ríkissaksóknara að dunda við.

Nú og ef verður verkefnaþurrð, þá getur hann notað tímann til aukahreingerningar á skrifstofunni, skrúbba gólflista og fleira sem ekki er gert vikulega. Þannig er starfsfólk allavega nýtt á mínum vinnustað ef er lítið að gera. Ég meina varla vilja Íslendingar fara að fjölga fólki á atvinnuleysisskrá.

mbl.is Joly: Hvað á ríkissaksóknari að gera?

Berjumst fyrir mannréttindum fjölskyldunnar

Þetta er sennilega eina fjölskyldan á Íslandi sem ekki getur séð sér farborða en á samt ekki neinn rétt á bótum úr félagslega kerfinu. Það er engin sanngirni í því að Sigurjón sitji uppi með fjölda ómaga, atvinnulaus maðurinn og þurfi að grafa undan sjálfum sér með því að leysa út lífeyrissparnaðinn sinn.

Allir á Austurvöll, krefjumst mannréttinda fyrir bankastjóra og fjölskyldur þeirra.

mbl.is Líkir láni bankastjóra við almenn lífeyrissjóðslán

Íræði við greiðsluvandanum

Hvernig er það úrræði að hneppa fólk í skuldaánauð til lífstíðar? Jú, fólk sem sér fram á að verða húsnæðislaust sér það kannski sem lausn á sama hátt og það er lausn fyrir götubörn á Indlandi að gangast inn á skilmála þrælahaldara til að fá mat og húsaskjól.

Sjálfsagt duga þessi ‘úrræði’ flestum til að halda heimilum sínum. En er það lausn að greiða þegar upp er staðið tífalt verð fyrir íbúðina miðað við verðgildi hennar fyrir hrun, en fá svo lægra verð fyrir hana en hún var keypt á? Mér sýnist það nú frekar vera í ætt við að festast í gildru en að losna. Ég legg því til að ríkisstjórnin hætti að tala um ‘lausnir og úrræði’ á greiðsluvanda heimilanna og tali frekar um ‘festir og íræði’.

mbl.is Aðgerðirnar eru taldar duga flestum