Íræði við greiðsluvandanum

Hvernig er það úrræði að hneppa fólk í skuldaánauð til lífstíðar? Jú, fólk sem sér fram á að verða húsnæðislaust sér það kannski sem lausn á sama hátt og það er lausn fyrir götubörn á Indlandi að gangast inn á skilmála þrælahaldara til að fá mat og húsaskjól.

Sjálfsagt duga þessi ‘úrræði’ flestum til að halda heimilum sínum. En er það lausn að greiða þegar upp er staðið tífalt verð fyrir íbúðina miðað við verðgildi hennar fyrir hrun, en fá svo lægra verð fyrir hana en hún var keypt á? Mér sýnist það nú frekar vera í ætt við að festast í gildru en að losna. Ég legg því til að ríkisstjórnin hætti að tala um ‘lausnir og úrræði’ á greiðsluvanda heimilanna og tali frekar um ‘festir og íræði’.

mbl.is Aðgerðirnar eru taldar duga flestum

One thought on “Íræði við greiðsluvandanum

  1. ————————————————–

    mig langar aðeins að bæta við úrræði okkar ágætu stjórnmálamanna og bankamanna sem eru með flott úrræði fyrir skuldsetta bændur sem eru búnir að stækka bú sín sem menn urðu að gera þar sem við fengum allta minn aog minna fyrir afurðirnar það er að ekki að fella niður eða leiðrétta þjófnaðinn heldur að bankarnir leysi til sín Jarðirnar og fái svo eða láta svo bóndann reka búið og borgi honum ígildi verkamannalauna fyrir sem er svona um 450 kr á tímann . þetta yrði þar með allgjört eignanám .

    það þarf aðra byltingu og áhveðnari

    Axel Oddsson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 08:13

    ————————————————–

    Hárrétt. En svo þetta með skjaldborg um heimilin. Það er myndræn líking og auðvelt að sjá fyrir sér lið sem stillir sér upp til varnar með skildi gagnvart utanaðkomandi ógn.

    Nema hvað í þessu tilviki er liðið er samansafn lánveitenda og þeir snúa allir inn að vesalingnum í miðjunni. Skjaldborgin tryggir að hann komist ekki undan.

    Heill þér ríkisstjórn.

    Fimmta valdið (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 09:11

Lokað er á athugasemdir.