Tímabundin óvissa

Alltaf skulu pólitíkusar reyna að slá ryki í augun á fólki með því að nota orðið ‘tímabundinn’. Hvern fjáran merkir þetta eiginlega. Allt ástand er bundið tíma. Það væri út í hött að tala um varanlega óvissu. Hversu löngum tíma þessi óvissa er bundin, það höfum við ekki hugmynd um. Það gætu þessvegna orðið mörg ár.

Ég trúi því að ekki sé hægt að losna við Davíð og hina bankastjórana nema kosta til þess óheyrilegum fjárhæðum en ég segi, látum þá fjúka samt. Borgum þeim bara ekki, þótt þeir eigi rétt á því. Þeir geta þá bara dundað sér við að fara í mál við ríkið, sem getur hvort sem er ekki borgað. Hvað ætla þeir að gera í því? Setja ríkið í skuldafangelsi?

Þessi færsla gefur reyndar veika von um að hægt sé að komast ögn skár frá þessu. Ég vona að það sé rétt.

mbl.is Vildu lækka vexti en ekki IMF

One thought on “Tímabundin óvissa

  1. ——————————————-

    Ég vildi helst að við gætum bara skilað þessu fokkans láni. Við frekar vera bláfátæk í nokkur án en að láta börnunum mínum eftir að glíma við örbirgð og ósjálfstæði.

    Eva Hauksdóttir, 30.1.2009 kl. 00:56

    ——————————————-

    Eftir því sem mér skilst þarf ekki að borga svona mikið mönnum sem eru reknir vegna embættisglapa … er ekki augljóst að seðlabankastjórarnir hafa haft embættisglöp að atvinnu – við getum losað okkur við þá fyrir þau öll eða valið úr.

    Sliban (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 16:09

    ——————————————-

    Davíð hefur sjálfur gefið upp boltann: Við borgum ekki!

    Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 18:21

Lokað er á athugasemdir.