Lenti í Bellman

Ef á annað borð er hægt að hugsa sér fánýtari dægradvöl en ljóðagerð, þá eru ljóðaþýðingar það fyrsta sem mér kemur í hug. Og að velja í þokkabót meira en 200 ára gamlan kveðskap við tónlist sem fáir geta sungið, það er náttúrulega bilun.  Á hinn bóginn er skynsemi ofmetin. Og Bellman yndi. Sem ég elska þar til ég fer að reyna að þýða hann, þá hata ég hann í smástund. Elska hann svo aftur.

Hér fyrir neðan er þýðing mín á Glimmande nymf. Neðst í færslunni er lagið í flutningi hins stórkostlega Freds Åkerström.

Halda áfram að lesa

Harmljóð eftir Bellman

Ég fann þessa yndislegu stúlku á youtube þegar ég sökk í væga Bellman-dellu í dag. Held að Bellman hafi haft óvenju heilbrigða afstöðu til bæði lífs og dauða. Ég hef aldrei hlustað á textann við 5. söng Fredmans áður og fékk hann á heilann. Mátti til að stela honum og útkoman varð lausleg þýðing. Halda áfram að lesa