Ég fann þessa yndislegu stúlku á youtube þegar ég sökk í væga Bellman-dellu í dag. Held að Bellman hafi haft óvenju heilbrigða afstöðu til bæði lífs og dauða. Ég hef aldrei hlustað á textann við 5. söng Fredmans áður og fékk hann á heilann. Mátti til að stela honum og útkoman varð lausleg þýðing.
Nú leggur þú á langan veg
og lífsins brýtur hlekki
og hvar þú endar ei veit ég
en ásaka vil ég þig ekki.
Þú geystist um hvert gleðihlið
og grá var hver þín lína.
Vér dauðann reynum ekki að deila við
en drekkum skál í minning þína.
Af bikar lífsins bergðir þú
að botni drakkstu fullin.
Til þurrðar kreist er þrúgan nú
og þykk er olían og gullin.
Ég höfuð þitt til heiðurs smyr
og harminn fljótt ég sefa,
því dauðinn ekkert um mitt álit spyr
og engan frest hann vill þér gefa.
Mig tekur sárt þitt tunguhaft
við töpum skáldi snjöllu.
Ég minnist stráks með strigakjaft
sem stóð í flestu á móti öllu.
Hví verður sætra veiga spil
að vá í hvössum munni?
Og hvaða djöfull dró þig til
að drekkja þér í lífsins brunni?
Minn horfni bróðir heill sé þér
ég helli víni í sárin.
Ég kistu þinnar þunga ber
en þerra síðan tárin.
Því þú ert laus við þorstans dóm
og þjáning allra mála,
því legg ég á þitt leiði blóm
og lyfti glasi til að skála.
—–
Frumtextinn
Så slår min Glock nu locket til
Uppå sitt stop och vandrar,
Hvarthän, jag icke veta vil;
Gutår! jag dig ej klandrar;
Du har förfall, du måste dö,
Och skiljas från vår lusta,
Men vi med glas på denna ö,
Ditt lof i klunkar pusta.
* * *
Du druckit så din saft til slut,
Så lärt din drufva prässa,
At varma oljan rinner ut
Uppå din kalla hjessa.
Din hydda var så våt i dag,
Jag kan dig ej befria,
Så våt, at döden vid sitt slag
Har rostat full sin lia.
* * *
Men ach! din tunga, hur var hon?
I bara honung guten;
Och bäst du stod vid Bacchi tron,
Hur blef hon stum och sluten!
Hur blekna dina läppar af,
Och ingen sötma kände!
Hur blef ditt paradis din graf,
Och vällust ditt elände
* * *
Välan Gutår! min döde bror!
Din skål, gutår i grafven!
Jag tumlar i ditt Grifte-chor,
Och raglar med Prestafven;
Men törsten är ej mer ditt qual.
Min hjerne nu förbryllas.
Din Urna skal af Kämpendal
Med vin och blomster fyllas.