Undir þindinni

Sakna ég hans virkilega ekkert, spyrð þú og stundum trúi ég því ekki hvað þú þekkir mig illa.

Svo fór sem fór og það þjónar ekki tilgangi að velta sér upp úr því en auðvitað kemur það yfir mig að sakna hans. Það er nú bara normalt. Ég er þrátt fyrir allt normal, sjáðu til, og maður getur ekki fyllt hverja einustu mínútu dagsins af einhverjum skemmtilegheitum. Og ef út í það er farið finnst mér skömminni skemmtilegra að sakna hans en að skila vaskinum svo það má grípa til skyndisturlunar á borð við tilefnislítinn söknuð ef maður vill fresta einhverju bókhaldsböggi í nokkrar mínútur. Ég meina, maður getur nú verið með kökk þótt maður grenji ekki.

Best er að deila með því að afrita slóðina